Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 168
166
Kristján Árnason
2.1 Landnemarnir
En hver var þá þessi mállýska og hverjir töluðu hana? Hér er fróð-
legt að huga að landnemunum og hvaðan þeir komu. Ari fróði nefn-
ir fjóra landnámsmenn í íslendingabók (Islenzk fornrit I, bls. 6), og
má gera ráð fyrir að þeir hafi átt mest undir sér og að þeir og afkom-
endur þeirra hafi ráðið mestu um félagslega þróun á fyrstu öldum.
Fremstur er að sjálfsögðu Ingólfur Arnarson, sem var frá Hörðalandi
í Vesturnoregi, og nam í Reykjavík. Ketilbjörn Ketilsson nam land
„suðr at Mosfelli inu 0fra“, en hann var faðir Teits, föður Gissurar
hvíta. Ketibjörn var sem sé forfaðir fyrstu biskupanna í Skálholti.
Hann var úr Naumudal í Þrændalögum. Hinir tveir landnámsmenn-
irnir sem Ari nefnir voru Auður djúpúðga, sem nam land í Dölum,
og Helgi magri, sem nam land í Eyjafirði. Bæði Aður og Helgi komu
frá Suðureyjum, og Auður hafði verið á Irlandi. Mægðir voru með
Helga og Auði.
Auk þessara fjögurra má sjá af öðrum heimildum, að meðal meiri
háttar landnámsmanna var Ketill hængur, sem nam Rangárþing. Ket-
ill var faðir Hrafns, fyrsta lögsögumannsins, og var úr Naumudal eins
og Ketilbjöm, þannig að á Suðurlandi vom tveir höfðingjar úr
Þrændalögum. Á Vesturlandi má, auk Auðar djúpúðgu, nefna Skalla-
Grím, sem nam Borgarfjörð. Skalla-Grímur og Kveldúlfur faðir hans
vom úr Firðafylki í Vesturnoregi. Við sunnanverðan Breiðafjörð nam
Þórólfur Mostrarskegg, en hann kom frá Mostur sem tilheyrði Hörða-
fylki, einnig í Vestumoregi. Af því sem hér er dregið saman virðist
mega álykta að voldugustu landnámsmennimir sem komu beint frá
Noregi hafi annars vegar komið úr Vestumoregi, af Hörðalandi og úr
Fjörðum, og hins vegar úr Þrændalögum.
Þetta, ásamt fleiru, gefur vísbendingar um uppruna íslendinga sem
þjóðar, þótt líklegt sé að aðrir sem settust hér að á landnámsöld hafi
margir verið annars staðar að en höfðingjamir. Að mati Jakobs Bene-
diktssonar (íslenzk fornrit I, bls. CXXXI) má gera ráð fyrir að flestir
þeir sem settust hér að hafi verið úr Suðvestur-Noregi, og þeir sem
komu vestan um haf frá skosku eyjunum og írlandi hafi einnig verið
ættaðir úr Suðvestur-Noregi. Þetta er líka skoðun Carls J. Marstrand-
ers (1915:128 o.áfr.), sem telur að að það mál sem talað var á skosku