Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 169
Upptök íslensks ritmáls 167
eyjunum og síðar á Islandi hafi verið vestumorskt (eða suðvestur-
norskt) að uppruna, en talsverð samskipti hafi verið milli norrænna
manna og íra og Skota.
Nýlegar mannfræðirannsóknir koma heim við þetta, því þær
benda til þess að Islendingar séu erfðafræðilega séð skyldastir Norð-
mönnum og Keltum, og allt bendir til þess að talsverð kynblöndun
hafi átt sér stað. Sérstaka athygli vekur að rannsóknirnar em taldar
benda til þess að stærra hlutfall kvenna en karla sem settust hér að
hafi haft keltnesk erfðaeinkenni (sbr. Agnar Helgason o. fl. 2000a,b,
2001).
2.2 Málið íNoregi
Þegar hugað er uppmna landnámsmanna og annarra landnema berast
böndin sem sé annars vegar að Vestumoregi og hins vegar að Þrænda-
lögum, auk þess sem vitað er að norrænir menn bjuggu á Bret-
landseyjum og hafa átt samskipti við þá. í Vestumoregi átti Björgvin
eftir að þróast sem verslunar- og menningarmiðstöð, en í Þrændalög-
um var það Niðarós, sem síðar nefndist Þrándheimur. Þetta eru tvö að-
skilin svæði frá fomu fari, og þau höfðu hvort sitt lögþing, Gulaþing í
Vesturnoregi og Frostaþing í Þrændalögum. Norræn menning á
skosku eyjunum, sem blómgaðist um tíma, leið undir lok eins og al-
þekkt er.
Eins og gefur að skilja em beinar heimildir um mállýskur og mál-
far í Noregi á tímum landnámsins af skomum skammti. Við vitum
ekki hvort eða hversu mikill munur var á mállýskum, né þekkjum við
mállýskumörk, og beinar textaheimildir fyrir kristni eru engar nema
i'únaristur. En hæpið virðist að gera ráð fyrir öðru en að mállýskumun-
Ur hafi a.m.k. verið einhver á fyrri tíð, og jafnvel er við því að búast
að hann hafi verið síst minni þá en síðar varð. Hins vegar er ekki
óeðlilegt að gera ráð fyrir að í Noregi og víðar á Norðurlöndum hafi
getað þróast einhvers konar viðmið eða staðall, sem var hafinn yfir
þennan mállýskumun. Vísbendingar um form og hlutverk þessa stað-
als má fá af elstu lagatextum, elsta kveðskapnum og rúnaristum með
yngra rúnastafrófi.