Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 170
168
Kristján Árnason
2.3 Lögin
Áður var minnst á Gulaþingslög og Frostaþingslög, og hugsanlega
hafa þessar samkundur notað ólíkar mállýskur. En við athugun á laga-
textum ber að hafa í huga að þeir hafa skilað sér til okkar í lögbókum,
sem endurskoðaðar voru og endurbættar af síðari valdsmönnum,
kirkjunni og norska stjómarráðinu. Þess vegna er í rauninni ekki við
því að búast að lagatextamir veiti mikla innsýn í hugsanlegan mál-
lýskumun sem var t. d. milli Vestumoregs og Þrændalaga á fyrri tíð og
síðar. Staðreyndin er sú að málið á elstu norskum lagatextum er af-
skaplega líkt innbyrðis og líkt elstu íslensku.
Fróðlegt er að leiða hugann að uppmna íslenskra laga í þessu ljósi,
því mikilvægur áhrifavaldur á þróun ritmálsins hefur væntanlega ver-
ið val á þeim lögum sem fygja skyldi hér á landi. Samkvæmt Ara voru
hin íslensku lög sett eftir Gulaþingslögum, en það vom lögin í Vestur-
noregi, þ.e. úr heimkynnum Ingólfs. Ari segir: „hafði maðr austrœnn
fyrst lpg út hingat ýr Norvegi, sá es Úlfljótr hét“ og vom þau „flest sett
at því sem þá vám Golaþingslgg eða ráð Þorleifs ens spaka Hprða-
Kárasonar váru til“ (Islenzk fornrit, bls. 7). Þoleifur Hörðakárason
hefur væntanlega verið uppmnninn á Hörðalandi í Vestumoregi. Bönd-
in berast sem sé greinilega að Gulaþingi í Vestumoregi, frekar en
Frostaþingi í Þrændalögum.
Vera kann að það hafi verið nokkurt álitamál í upphafi, hvaða lög-
um hafi átt að fylgja, sérstaklega þegar haft er í huga að voldugustu
landnámsmennimir komu ekki allir frá sama svæði, sumir úr Þrænda-
lögum, en aðrir úr Vestumoregi. Ef spuming var hvort átti að fylgja
Frostaþingslögum eða Gulaþingslögum er hugsanlegt að þau síðar-
nefndu hafi orðið ofan á fyrir atbeina afkomenda Ingólfs. Kannski var
þetta partur af einhvers konar málamiðlun, þar sem fyrsti lögsögu-
maðurinn var Hrafn, sonur Ketils hængs, og þingstaðurinn í námunda
við landnám Ketilbjamar. Giska má á að sunnlenskir höfðingjar hafi
ráðið mestu um þetta fyrirkomulag og komið sér saman um skipan
mála, án verulegra afskipta annarra, svo sem ættmenna Auðar
djúpúðgu eða Helga magra. En allt em þetta getgátur.