Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 171
Upptök íslensks ritmáls 169
2.4 Kveðskapur og munnleg geymd
Ekki fer hjá því að hugað verði að tengslum hins foma kveðskapar við
ritmálið sem hér þróaðist. Sögumar, ekki síst konungasögur, eru full-
ar af vitnisburði um það að dróttkvæður kveðskapur hafi tíðkast fyrir
ritöld. Hin grein hins foma kveðskapar em eddukvæðin, sem ort eru
undir fomyrðislagi og ljóðahætti. Margt er auðvitað á huldu um aldur
einstakra kvæða og vísna, og oft er dregið í efa að satt geti verið það
sem segir um tilurð kveðskaparins, eins og þegar Þormóður Kolbrún-
arskáld á að hafa ort vísuna Undrask Qglis landa / eik hví vér ‘rom
bleikir með ör í hjartanu eftir að hafa kastað skíðafanginu á eldinn,
eins og segir í Heimskringlu. En hvað sem um það má segja er erfitt
að trúa því að allt sé þetta tilbúningur, og frásagnir eins og þær sem
varðveist hafa í Morkinskinnu og víðar af Haraldi harðráða og skáld-
um hans, Þjóðólfi Amórssyni, Arnóri jarlaskáldi og Sneglu-Halla em
býsna sannfærandi (sbr. t.d. Turville-Petre 1966). Sú mynd sem þar
birtist er að við hirðina hafi blómstrað líflegt skáldalíf, þar sem skáld-
in kepptu um hylli konungs og ortust á.
Menning dróttkvæðanna, með skáldamáli og flóknum bragreglum,
er auðvitað alveg sérstök, og sú mynd sem dregin er upp af þessu í
Snorra Eddu og málfræðiritgerðunum gefur til kynna að þessi hefð
hafi átt sér talsvert langa sögu, og að hún hafi þróast án ritmáls og
varðveist munnlega um aldir. Um aldur eddukvæða ríkir óvissa, ekki
síður en dróttkvæðanna, en ekki er ólíklegt að þau hafi þróast að hluta
td samhliða og samtímis dróttkvæðunum, og vel má vera að sum þeirra
séu talsvert yngri en elstu dróttkvæðin. Eins og ég hef bent á annars
staðar (2002b) má segja sem svo að gagnvart öðmm fomgermönskum
kveðskap (þýskum og enskum) séu eddukvæðin músíkalskari, og um
leið e.t.v. lýrískari. í tilvitnaðri grein er stungið upp á að þessi ljóð-
rænuhneigð í kveðskapnum hafi haldist í hendur við listræna þróun
lausamálsins.
2 -5 Rúnir með yngra stafrófi
Talsvert hefur varðveist af rúnaáletmnum vítt og breitt um Norður-
lönd, raunar minnst á íslandi (sjá t.d. Jansson 1969). Tvær gerðir