Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Síða 172
170
Kristján Árnason
rúnastafrófs voru notaðar. Sú eldri, sem er að verulegu leyti samger-
mönsk, hafði 24 stafi, og norrænar áletranir með þessu letri flokkast
sem frumnorrænar, þær elstu frá 2. öld. Yngra rúnastafrófið hafði 16
tákn og elstu áletranir með þessu letri eru frá því upp úr 800.
Að mati Finns Jónssonar (1921:201) er málið á þessum yngri áletr-
unum að heita má það sama og mál dróttkvæða og eddukvæða, og það
sama og ritmálið sem átti eftir að þróast með latínuskrift. Þótt 16 rúna
stafrófið hafi að sjálfsögðu verið talsvert ófullkomið, að því leyti að fæð
táknanna krafðist þess að hvert tákn stæði fyrir fleiri en eitt hljóð, virð-
ist málið á áletrununum vera býsna reglulegt og líkt því sem elstu rit-
heimildir sýna. Dæmi sem nota má til að sýna þetta er áletrunin á Kar-
levi- steininum, sem talin er vera frá því um 1000. Þessi áletrun geym-
ir dróttkveðna vísu, sem greina má og skilja, bæði að efni og formi. Og
allar þær orðmyndir sem þar koma fram koma vel heim við það mál sem
er á öðrum dróttkvæðum kveðskap og íslensku ritmáli sem síðar átti eft-
ir að verða (sbr. Skjaldedigtning IA, bls. 187; IB, bls. 177).
Aletranir með yngra rúnastarfrófi dreifast eins og áður sagði vítt og
breitt um Norðurlöndin, en það voru fyrst og fremst konungar og aðrir
stórhöfðingjar sem höfðu efni á að láta rista rúnir fyrir sig, og þær eru
gjama á bautasteinum og öðrum minnisvörðum. Það vekur athygli að
ekki virðist greinanlegur neinn verulegur mállýskumunur á áletrunum
eftir því hvar þær eru niður komnar. Þetta gæti bent til þess að þeir
sem ristu rúnimar hafi ekki endilega verið frá þeim stöðum þar sem
minnisvarðarnir standa, heldur hafi þetta verið einhvers konar farand-
listamenn sem seldu þjónustu sína þeim höfðingum sem höfðu efni á
að greiða fyrir hana. (Einnig hafa menn látið sér detta í hug að rúna-
menn hafi tilheyrt sérstakri kaupmannaþjóð, sem e.t.v. hafi haft bæki-
stöð í Heiðabæ.) Michael Bames (væntanl.) bendir á að svo virðist
sem einhvers konar stöðlun hafi átt sér stað þegar yngra rúnastafrófið
var tekið upp. Nýja rúnastafrófið sækir ekki fram með hægfara þróun
segir hann, heldur snögglega: ,,[W]hat we seem to see is a clean break
with the past.“ Og það er í sjálfu sér eðlilegt að rúnarista hafi verið
sérstakt handverk, og málið á áletrunum staðlað. Einnig koma fram
mjög margar „nýjungar“ í máli um svipað leyti og hið yngra starfróf
er tekið upp.