Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Síða 173
Upptök íslensks ritmáls
171
Raunar má segja, að vegna þess hversu „ófullkomið" yngra staf-
rófið er, sé ekki við því að búast að við getum dregið nákvæmar
ályktanir um mállýskumun, t. d. um framburðarmállýskur. Það sem
fyrst og fremst er á að byggja eru beygingarfræðileg einkenni. Og
Finnur Jónsson (1921:201) segir um rúnir með yngra stafrófi frá því
eftir 800 (héðan og þaðan úr Noregi) að: „... sprogformene ... tem-
lig nöjagtig svarer til dem, vi kender fra det 12. árh.s litteratur-
sprog“. Á bls. 211 segir hann ennfremur að danskar og sænskar
áletranir séu ekki ólíkar þeim norsku: „... sprogform og lydbetegn-
elser er hinanden overmáde lig i alle 3 nordiske lande.“ Hann held-
ur áfram og telur að: „...det sprog, som disse ældre indskrifter med
de yngre runer frembyder, i alt væsentligt er det samme som det
ældste islandske litteratursprog uagtet der er 1-2 árhundreder
imellem. Efter det synes vi at have et temmelig langt tidsrum, i
hvilket der ikke er sket store ændringer i det norsk-islandske sprog,
som dette fremtræder i de ældste skjaldekvad og eddadigte." Hann
segir einnig (bls. 213) að þetta sama mál hafi verið á írlandi, því:
„... irsk skrevne runenavne [viser] ingen afvigelser fra det sprog, vi
ellers kender dels fra de norske indskrifter, dels fra senere tid.“ Sú
skoðun Finns að þarna hafi verið á ferðinni eitt og sama málið, og
það sama sem tíðkaðist í dróttkvæðunum, virðist að mörgu leyti
álitleg.
Eins og minnst var á hafa ekki varðveist miklar rúnamenjar á Is-
landi, en samt er um þær fjallað. Fyrsti málfræðingurinn minnist á
rúnir, og einnig segir frá Þóroddi rúnameistara í Ormsbók, og Olafur
Þórðarson hefur drjúgan kafla um rúnir í Þriðju málfræðiritgerðinni,
sem Bjöm M. Ólsen taldi að væri kominn frá Þóroddi, sem hafi samið
um það sértstakt rit (sbr. t.d. Kristján Árnason 1993:181-182 og rit
sem þar er vitnað til). Einnig hefur Jan Ragnar Hagland (1993) bent
á atriði í Fyrstu málfræðiritgerðinni sem sýna að höfundur hennar
gerir ráð fyrir almennri þekkingu á rúnum, og Jurij Kusmenko (1993:
89-91) telur að umskiptaröðin, þar sem sérhlóðum er stillt upp á milli
5 og r (sár, sgr ...) sé að hluta fengin að láni frá Þóroddi rúnameist-
ara.