Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 175
Upptök íslensks ritmáls
173
3. Upphaf ritaldar
Ritöld hófst sem kunnugt er um svipað leyti á íslandi og í Noregi.
Þetta gerðist með kristni, og aðstæðumar virðast í upphafi hafa verið
svipaðar í báðum löndum. Tvær hómilíubækur hafa varðveist, önnur
norsk og hin íslensk. Báðar eru bækumar frá því um 1200. Textatengsl
virðast jafnvel vera milli bókanna, og í þeim báðum hafa menn þóst
finna merki um uppskriftir eldri texta, sem tímasettir hafa verið til 12.
aldar. Ekki virðist þó hægt með textafræðilegum rökum að skera úr
hvort þessir eldri textar vom frekar norskir eða íslenskir (sbr. t.d.
Knudsen 1961). En þótt náinn skyldleiki sé í textum og máli, virðist
ýmislegt, t.d. skriftarfæðilegar athuganir, benda til þess að ritun hafi
byrjað óháð í hvom landi um sig.
3.7 Norska og íslenska
Þótt talsverð líkindi og skyldleiki sé með elstu íslensku og elstu
norsku, t.d. hómilíubókunum, má þó greina einhvem mun á máli,
skrift og stafsetningu á milli norsku og íslensku. (Og raunar hafa
menn greint mismunandi norsk mállýskueinkenni í köflum norsku
hómilíubókarinnar.) En ekki er ástæða til að gera of mikið úr þessum
mun norsku og íslensku. Adolf Noreen (1970:7-8) telur upp ein 7 at-
riði sem em ólík með fomri íslensku og fomri norsku. En einungis fá
þeirra atriða sem hann nefnir virðast regluleg í allra elstu norskum
heimildum, þ.e. fyrir 1250 ef marka má orðasafn Önnu Holtsmark
°-fl. (1955). Meðal þess sem talið er vera norskt er fjarvist „yngra“ u-
hljóðvarps í orðmyndum eins og (vér) kallum en ekki kgllum. En
hljóðverptar myndir virðast þó vera algengari í allra elstu norskum
textum en óhljóðverptar. Hins vegar virðist sú ritvenja að sleppa h á
undan /, n og r vera alls ráðandi í norskum en ekki íslenskum textum
ú elsta stigi. Önnur sémorsk einkenni sem Noreen nefnir, svo sem
notkun fomafnanna mit og mér fyrir vit og vér og svemn í stað svefn
virðast vera yngri en 1250, ef marka má orðasafnið.
Munur á elstu norsku og elstu íslensku er sem sé ekki meiri en svo
nð vel má segja að eitt og sama málið sé á báðum hómilíubókunum,
þeirri íslensku og þeirri norsku og að elsta norskt og íslenskt ritmál sé