Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 176
174 Kristján Árnason
í langflestum atriðum hið sama. Talið er að norska hómilíubókin sé
skrifuð í Björgvin, þ. e. í Vestumoregi, um 1200, en greina megi ein-
kenni frá þrænsku og Rogalandsmáli í vissum köflum (sbr. Gammel-
norsk homiliebok 1952:34-5 og Knudsen 1961). Sú mynd sem virðist
mega lesa út úr þessu er sem sé að þýðingar trúartexta hafi verið gerð-
ar beggja vegna hafsins, á nokkum veginn sama málinu, og að sömu
textar hafi stundum verið notaðir í báðum bókunum og í einhverjum
tilvikum verið fengnir að láni yrir hafið, þótt ósennilegt sé, eins og
minnst var á í inngangi, að Norðmenn hafi fengið ritmálið í heilu líki
frá nýlendinni íslandi.
En þrátt fyrir þennan nána skyldleika texta eins og hómilíu-
bókanna tveggja virðast a.m.k. sumir fræðimenn gera ráð fyrir að rit-
un hafi byrjað óháð í hvoru landi fyrir sig, en slíkt gat augljóslega
gerst þótt grunnurinn sem byggt var á hafi verið sá sami í báðum
löndum. Og til þessa benda vissulega ýmis rök. Það er t.d. athyglis-
vert að Fyrsti málfræðingurinn minnist ekki á Noreg í vangaveltum
sínum um ritun. Hann lítur til Englendinga, sem hafa, segir hann, rit-
að með latínustöfum. Hann ætlar að setja „oss Islendingum stafróf‘,
þar sem „nú tíðisk og á þessu landi, [að rita] lög og áttvísi og þýðing-
ar helgar eða vo hin spaklegu fræði sem Ari Þorgilsson hefir á bækur
setf ‘ (leturbreytingar mínar). Líklegt verður að telja að ef Fyrsti mál-
fræðingurinn hefði lesið eða haft undir höndum norskar bækur, hefði
hann minnst á það. Honum hefur því annað hvort verið ókunnugt um
þau rit sem til voru í Noregi á hans tíma eða ekki fundist taka því að
segja frá þeim. Hugsanlegt er einnig að íslendingar hafi verið á und-
an Norðmönnum.
3.3 Stafagerð og letur
Annað sem virðist mega túlka sem vísbendingu um að sjálf ritunin
hafi þróast óháð á hvorum staðnum fyrir sig eru rithandafræðilegar at-
huganir á elstu íslenskum og norskum handritum (sbr. t.d. Hrein
Benediktsson 1965). Hreinn segir að talsverður munur hafi verið á
elstu íslenskri skrift og stafagerð og elstu norskri skrift, og hann virð-
ist ekki telja að ritun hafi hafist á öðrum staðnum og flust á milli.