Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 177
Upptök íslensks ritmáls 175
A miðöldum voru tvær leturgerðir notaðar í Evrópu, annars vegar
karlungaletur (karólínskt letur), og hins vegar eyjaletur. Hann segir að
grundvallarvandinn sé að ákvarða að hve miklu leyti elsta íslensk
stafagerð, sem í fyrstu var með svip karlungaleturs, en fékk síðar eyja-
leturseinkenni, eigi rætur að rekja til meginlands Evrópu eða til Eng-
lands, eða hvort tveggja (tilv. rit, bls. 19). Elstu íslensk handrit hafa
blöndu af þessum einkennum, en blandan er að mati Hreins séríslensk.
Niðurstaða hans um uppruna íslenskrar skriftar er eftirfarandi (1965:
35):
it is likely that the ancestry of Icelandic writing is to be traced back not
only to the Latin minuscule in England, but also to the continental
minuscule ... a confluence of two currents, one from the continent, the
other from England. Such twofold provenance would account best for
the great difference between the earliest Icelandic script and the
Norwegian, a difference which would be hard to comprehend if both
were descendants, in the same sense, from English writing.
Þetta virðist benda til þess að íslendingar hafi þróað skrift og rithátt á
stnn eigin hátt, en ekki apað eftir Norðmönnum og þá heldur ekki
Norðmenn eftir íslendingum.
En þetta mælir auðvitað ekki gegn því að sami munnlegur grunnur
hafi verið að ritmáli í Noregi og á íslandi, þótt hvorir um sig hafi byrj-
að ritun með sínum hætti hvað varðar stafagerð og e. t. v. ýmsar aðrar
ntvenjur. Það er þó umhugsunarefni hvemig þau textatengsl sem eiga
að vera milli t. d. hómlíubókanna hafa getað átt sér stað án þess að ein-
hver rithandaráhrif bærust með. Úr þessu verður ekki skorið hér, en
harla ólíklegt virðist annað en að menn hafi snemma haft veður hvorir
af ritmum hinna, Norðmenn og íslendingar.
4* Hugmyndir norrænna manna um mál sitt
Próðlegt er að huga að því hvaða hugmyndir menn gerðu sér um mál-
'e8 og málfarsleg efni á þeim tíma sem um ræðir. Ekki verður hér gerð
a því nein tæmandi úttekt, en drepið á ýmislegt sem draga má fram í
þessu samhengi. Annars vegar verður vikið að því sem um þetta segir