Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 182
180 Kristján Árnason
kenni móðurmálsins komi fram. Á hinn bóginn eru áhrifin frá því máli
sem reynt er að tala greinilegust í merkingnarbærum einingum og
orðaforða. (Á ensku er þetta stundum kallað lexifier language, sem oft
er enska eða franska.) Það hvemig málblöndun á sér stað getur verið
tilviljanakennt, jafnvel einstaklingsbundið, en þó myndast oft furðu
fljótt málvenjur sem geta orðið gmnnur að nýju tungumáli.
Næsta stig í þessari þróun er það þegar til verður það sem kallað er
kreól. Þetta gerist þegar böm alast upp við málblöndumar, og þær
verða að móðurmáli þeirra. Hér mætti kannski tala um blendingsmál,
þar sem um er að ræða „raunverulegt“ tungumál með öllum einkenn-
um sem venjuleg eða „fullburða" tungmál hafa.
Sá fræðimaður sem einna mest er vitnað til og sett hefur fram kenn-
ingar um málblöndun er Derek Bickerton (sjá t. d. bók hans frá 1975), en
hann hélt því fram að blendingsmál (e. creole) yrðu þannig til að þegar
böm tileinka sér málblöndu, sem er óljós fyrirmynd að því hvemig tala
skuli, þrói þau málið meira á sínum eigin forsendum, ef svo má segja, á
grundvelli hins meðfædda málhæfileika sem allir hafa (sbr. hugmyndir
Chomskys). Máltakan á sér þá stað án þess að bömin þurfi að kljást við
duttlunga sem kunna að leynast í málvenju tungumála sem hafa lengri
sögu. Samkvæmt þessu ættu þessi blendingsmál að vera í einhverjum
skilningi einfaldari og kannski eðlilegri en mál sem eiga sér langa hefð.
Aðrir hafa dregið þessar kenningar í efa og bent á að þróunin sé flókn-
ari, en fræðimenn virðast þó sammála um að blendingsmál séu jafnan
einfaldari í einhverjum skilningi og oft a.m.k. laus við gamlar undan-
tekningar og óreglu sem rekja má langt aftur í tímann í þeim málum sem
inn í blönduna koma. Og oft er gert ráð fyrir að málblöndun geti haft af-
drifarík áhrif á sögu tungumála (sbr.t.d. Mesthrie o.fl. 2000:279-315).
Hér er fróðlegt að líta stuttlega á þróun enskunnar. En það er ein-
mitt skoðun margra, að blöndun og áhrif, annars vegar frá norrænu og
hins vegar frá frönsku, hafi átt ríkan þátt í mótun hennar og þróun,
fyrst til miðensku og síðar til nútímaensku. Segja má að þetta endur-
spegli með vissum hætti baráttu milli norrænna manna og normanna
(frá Frakklandi) um ítök á Englandi á 11. öld, sem endaði með falli
Haralds Harðráða og sigri normanna 1066 (sbr. Blake 1992). Hér má
nefna hluti eins og það að þriðju persónu fornafn í fleitölu var fengið