Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Síða 183
Upptök íslensks ritmáls 181
úr norrænu (Lass 1992:120), en tannvaramælta önghljóðið [v] eins og
í atviksorðinu very ‘mjög’ (Lass 1992:58-59), sem er vel inngróið í
enska kerfið, ef svo má segja, er fengið úr frönsku. Þessi áhrif koma
fram í miðensku, en með henni ruddi sér einmitt til rúms málgerð, sem
var annars eðlis en hin fomgermanska sem enn lifir í íslensku.
Það kann að þykja langt seilst til samanburðar að bera saman hugs-
anlega mállýskublöndun hér á landnámsöld og þróun blendingsmála í
Afríku og Asíu á 19. og 20. öld, eða tilurð miðensku. Að sjálfsögðu
má gera ráð fyrir að munur milli þeirra norsku mállýskna sem hefðu
átt að blandast hér samkvæmt blöndukenningunni hafi verið tiltölu-
lega lítill, þannig að málblöndunaráhrifin yrðu minni og kannski af
allt öðrum toga en þegar frumbyggjar nýlendna nota ensku eða frön-
sku. En samt má gera sér í hugarlund að viss framburðareinkenni, eins
°g t. d. aðblástur í sökk [sœhk] og sakna [sahkna] og lokhljóðafram-
burður í orðum eins og barniÖ [patnið] og seinn [seitni], sem einnig
þekkist í einstökum norskum mállýskum, hafi borist með þeim sem
komu af þeim svæðum sem höfðu þetta einkenni og síðan breiðst út
um landið með einhvers konar mállýskujöfnun,6 og kannski flýtti mál-
lýskujöfnun fyrir þeirri þróun sem varð í sérhljóðakerfinu, t. d. sam-
falli q og 0 og q og á.
I þessu sambandi er auvitað nauðsynlegt að hafa í huga hugsanleg
áhrif frá írsku máli, sérstaklega ef gert er ráð fyrir að stór hluti kven-
þjóðarinnar sem hér settist að hafi verið írskur, eins og mannfræðileg-
ar og erfðafræðilegar rannsóknir benda til. Ekki er ólíklegt að írskar
niæður hafi talað írsku, eða einhvers konar málblöndu, við bömin sín,
°g þegar slíkt bætist við hugsanleg áhrif frá blöndun ólíkra mállýskna,
hefði vel mátt búast við einhverjum áhrifum í átt við það sem fram
kemur við þróun blendingsmála sem urðu til í nýlendum síðar meir,
eða þegar miðenska þróaðist. En sankvæmt Helga Guðmundssyni
6 Raunar hafa menn frekar hallast að því að líta á sameiginleg einkenni íslensku
°g norskra mállýskna annaðhvort sem norsk áhrif á íslensku eða hliðstæða þróun eftir
landnám, sbr. t.d. Chapman 1962 og ritdóm Hreins Benediktssonar 1963 og nú síðast
Helge Sandpy (væntanl.) og Kjartan Ottosson (væntanl.). Einnig hafa menn stungið
UPP á að aðblástur geti verið til kominn fyrir írsk áhrif eða leifar gamals einkennis
sem áður hafði meiri útbreiðslu, sbr. Gunnar Ólaf Hansson 2001.