Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 184
182 Kristján Árnason
(1997:120-168) eru þau írsku áhrif sem greina má á íslensku mest í
formi tökuorða, eins og um væri að ræða lán frá einu máli til annars,
án marktækra kerfislegra áhrifa, svipað og keltnesk áhrif á fomensku
fólust einkum í staðanöfnum og tökuorðum (sbr. Baugh 1959:83-86).
Vissulega eru þeir mælikvarðar sem hugsanlega yrðu notaðir til að
athuga blöndunaráhrif í elstu íslensku almennt séð nokkuð óljósir, og
best er að fullyrða sem minnst vegna skorts á nákvæmum heimildum
og samanburði. En óhætt er að segja að ekki sjáist nein einkenni á
elsta íslenska ritmáli, sem em nánast þær einu heimildir sem við höf-
um, sem sérstaklega bendi til þess að marktæk blöndun norskra mál-
lýskna hafi átt sér stað hér á landi á fyrstu öldum. Þvert á móti virðist
málið á hinum fomu íslensku textum bera merki þess að það standi á
gömlum merg. Fyrir þessu má færa þau almennu rök að íslenska sé
málgerðarlega talsvert flókin, frekar en einföld, og í henni megi sjá
fleira en eitt sögulegt lag, svo að segja. Og skal nú vikið að því.
5.2 Hljóðkerfis- og orðhlutagerð
Mikið hefur verið ritað um hljóðkerfi fomrar íslensku, einkum sér-
hljóðakerifið, og ekki hefur forsagan síður verið rakin og mikið verið
rætt um fyrirbrigði eins og hljóðvörp og klofningu, þótt mörg séu
vandamálin óleyst enn (sbr. t.d. Hrein Benediktsson 1959, (útg.) 1972,
1982). Vel má halda því fram, frá almennu sjónarmiði, að elsta ís-
lenska hljóðkerfið sé málgerðarlega séð talsvert flókið. Fyrsti mál-
fræðingurinn gerir ráð fyrir að í kerfinu séu 36 sérhljóð, sem myndi
þykja ærinn fjöldi á alþjóðlegan mælikvarða. Og þetta er einnig mik-
ill fjöldi miðað við frumnorrænu og fmmgermönsku sem taldar em
hafa haft fjögur til fimm sérhljóð, sem raunar gátu verið löng eða stutt.
Sérhljóðakerfið sem Fyrsti málfræðingurinn lýsir og aðrir hafa
túlkað er það sem kalla má fjölkerfi, þar sem um er að ræða heildar-
kerfi með undirkerfum. í fyrsta lagi er munur á kerfi sérhljóða í
áhersluatkvæðum og áherslulausum atkvæðum. í áherslulausum at-
kvæðum voru einungis leyfð þrjú hljóðgildi, og þau níu hljóðgildi sem
Fyrsti málfræðingurinn gerði ráð fyrir gátu bara staðið í áherslu-
atkvæðum (sem jafnframt voru rótaratkvæði). Þessu til viðbótar var
munur á löngum og stuttum sérhljóðum í áhersluatkvæðum, og gera