Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Side 185
Upptök íslensks ritmáls
183
verður ráð fyrir að FM hafi haft rétt fyrir sér hvað það varðar að til hafi
verið (löng) nefjuð hljóð í fomu máli, enda þótt fjöldi aðgreininga hafi
ekki verið eins mikill og reglubundinn og hann taldi.
Astæðan fyrir þeirri fjölgun sérhljóða sem átti sér stað frá frumnor-
rænu til fomíslensku em tveir flokkar breytinga sem kenndir em við
fmmnorrænan tíma: annars vegar hljóðvörp og klofning, og hins veg-
ar stóra brottfall, eða synkópan. Enda þótt málfræðingar telji sig hafa
skýrt eðli og niðurstöður hljóðvarpanna býsna vel í gmndvallaratrið-
um, eru þar ýmsar spumingar sem erfitt hefur reynst að svara. Og
ótölulegur fjöldi smá-vandamála er enn óleystur í tengslum við hljóð-
vörpin og stórabrottfall. T.d. hafa menn, að því er virðist, enn ekki
fundið fullkomlega haldbærar skýringar á því hvers vegna /-hljóðvarp
er í þátíð sagna eins og dæma (dœmdi) og herða (herti), en ekki í þát-
ið sagna eins og telja (taldi) og letja (latti). Langt er síðan menn átt-
uðu sig á því að þetta stendur í sambandi við „þyngd“ eða lengd rót-
anna, þannig að í (flestum) stuttstofnum eins og telja er ekki hljóðvarp
í þátið, en hins vegar í (flestum) langstofna sögnum eins og dœma. En
þá er eftir að útskýra hvers vegna hljóðvarp kemur fram í þátið sagn-
anna selja (seldi) og setja (setti). Og á hinn bóginn er eftir að útskýra
af hverju ekki er hljóðvarp í þátíðinni sótti af sœkja. Þetta er einungis
eitt dæmi um það hversu flókið getur reynst að skilgreina og skýra
ýmis smáatriði í tengslum við fommálskerfið. Gera verður ráð fyrir
alls kyns „áhrifsbreytingum“, sem oft em duttlungafyllri en hljóð-
breytingamar.
En úr því farið er að tala um duttlunga, má auðvitað spyrja, hvað-
an þeir koma. Og hvers vegna er það svo fast að selja hefur þátíðina
seldi, en (að því er virðist) aldrei *saldi, og hvers vegna telja hefur
alltaf þátíðina taldi en aldrei *teldil Það að breytileiki, sem felst í því
að tiltekið orð hefur stundum þetta form en stundum hitt er sjaldséður
í gömlum íslenskum, textum (t. d. miðað við fomesnsku og fornþýsku)
sýnir að málið hefur verið í tiltölulega föstum skorðum hvað þetta
varðar. Og rétt er að taka fram að þetta vom félagslega skilgreindar
skorður en ekki kerfislegar. Með öðrum orðum er það skýrt, félagslega
séð, hvað er „rétt“ málvenja, enda þótt kerfisreglurnar séu býsna
flóknar. Ekki hefur verið um það að ræða að einn teldi að þátíð þess-