Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 186
184 Kristján Arnason
arar eða hinnar sagnar ætti að vera svona, en annar teldi að hún ætti að
vera með öðru móti og að menn settu á deilur um það á Alþingi, t. d. í
sambandi við lagatexta.
En á móti þessari félagslegu festu, sem virðist hafa ríkt, kemur það
sem kalla má kerfisleg óreiða og margskonar óhagkvæmni. Sé t. d. lit-
ið á beygingu, þá eru þar margbreytileg meðul notuð. I nafnorðabeyg-
ingu er blandað saman stofnbeygingu og endingum, og eins er um
sagnbeyginguna. Og þar bætist það við að tvær grundvallargerðir
sagnbeyginar eru notaðar, án sérstaks hlutverks, annars vegar hljóð-
skipti og hins vegar veikar sagnir, svo ekki sé minnst á núþálegar
sagnir og tvöföldunarsagnir. Skýringin á þessum margbreytileika gæti
að hluta til verið sú að um er að ræða mákerfi sem hefur verið lengi í
þróun og býr að gömlum arfi, sem samfélagið hefur tekið mark á.
5.3 Setningagerð og stíll ■
Ekki eru heldur merki um samkeppni ólflcra mállýskna eða afbrigða í
stfl, t.d. þannig að ein mállýska ríkti í einni gerð texta, og önnur í
annarri gerð, eins og var t.d. í grísku. Hins vegar telja menn að ólíkar
stíltegundir hafi þróast síðar meir, eftir því sem ritmálið þroskaðist
(sbr. t.d. Turville-Petre 1975, Jónas Kristjánsson 1981 og Þorleif
Hauksson og Þóri Óskarsson 1994). Menn eru sammála um að þessar
stfltegundir hafi smám saman orðið til eftir því sem bókmenntagrein-
amar þróuðust. Þannig telur Turville-Petre að málið, sem upphafiega
byggði á munnlegri sagnahefð, hafi þroskast við það að kljást við trú-
artextana, og hann telur ósennilegt að konungasögur og íslendinga-
sögur hefðu verið ritaðar nema nokkrar kynslóðir íslendinga hefðu
fyrst þjálfast við ritun helgra frásagna (tilvitnað rit, bls. 142).
6. Hið rétta mál: upphaf íhaldsseminnar
Hér að framan var minnst á það að í fomum íslenskum málfræðibók-
menntum komi fram hugmyndir sem bera vott um allmikið sjálfstraust
hinna íslensku fræðimanna (og skálda) gagnvart erlendum fræðakerf-
um. Guðrún Nordal (2001:22 og víðar) telur að hinn forni kveðskap-
ur hafi gegnt svipaðri stöðu í menntun og skólahaldi hérlendis á 12. og