Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 187
Upptök íslensks ritmáls 185
13. öld og kveðskapur Virgils, Hórasar og Óvíds í latneskum lærdómi
og menningu annars staðar.7 Og í tengslum við þetta gerðu menn ráð
fyrir (eða héldu því fram) að þessi tunga og menning hafi komið frá
Asíu með ásum og þannig verið jafn göfug og hinar klassísku tungur,
latína og gríska. Einnig er það athyglisvert hversu duglegir íslending-
ar voru að finna íslensk orð um erlend fyrirbrigði. Þannig finnur
Brandur Jónsson, þýðandi Alexanders sögu, íslensk heiti um hugtök
eins og dialectica ‘þrætubók’ (Alexanders saga 1925:3), og jafnvel
staðfærir hann og þýðir guðaheiti, eins og segir (tilv. rit, bls. 21): „í
fyrstu fylkingu var líkneski guðs þeirra [þ. e. manna Daríusar] er Júpít-
er heitir, en Þórr á vára tungu.“
6.1 Hlutverk kveöskaparins
Ef a.m.k. eitthvað af kveðskapnum sem varðveittur er í íslenskum
textum var eldra en ritöld, verður að gera ráð fyrir að skáldastíllinn
hafi verið til frá upphafi, ef svo má segja. í dróttkvæðum giltu mjög
sérstæðar reglur um orðafar og orðaröð. Mikið frelsi ríkti raunar um
orðaröðina, þannig að hægt var að umturna henni býsna mikið, en
samt giltu ákveðnar takmarkanir. Eddukvæðastfllinn hafði líka sín ein-
kenni, líkari lausmálsstfl, en samt sérstakar reglur um orðaröð, sem að
hluta má rekja til reglna um hrynjandi háttanna (sbr. Kristján Ámason
2002a). Ég hef stungið upp á því að aðskilnaður prósa og ljóða sé sér-
kenni íslenskra bókmennta, samanborið við vestgermanska kveðskap-
inn (sbr. Kristján Ámason 2002b), en það kemur vel heim við það að
frásagnarlistin hafi þróast með norrænum mönnum fyrir ritöld.
Fyrsti málfræðingurinn segir að skáld séu „höfundar allrar rýni“,
°g sama afstaða kemur fram hjá Snorra sjálfum, bæði hvað varðar
heimildargildi og form kveðskaparins. Og svipaða afstöðu má sjá
Ólafi hvítaskádli í Þriðju málfræðiritgerðinni. Kveðskapurinn gegndi
mikilvægu hlutverki í menningunni, og þangað var leitað þegar skera
7 Guðrún segir orðrétt (bls. 22): ,,[S]kaldic verse was reconciled with the Christi-
ar> textual culture and could function in the vemacular grammatical literature in the
same way as classical verse did in the Latin culture." Þetta segir hún að hafi m.a.
helgast af því að skáld eins og Hallfreður Óttarsson, Sighvatur Þórðarson og Amór
jarlaskáld höfðu þjónað kristnum Noregskonungum.