Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Side 198
196
Jón G. Friðjónsson
hefur ekki áhuga á þessum þáttum. Sem dæmi má nefna að hlutverk
forsetninganna fyrir, eftir, undan og(á) móts við hefur breyst í grund-
vallaratriðum frá fornu máli til nútímamáls og mynd þeirra einnig í
sumum tilvikum (eftir > á eftir, undan > á undan). Segja má að
dæmasafn mitt um forsetningar sé að verulegu leyti setningafræðilegt,
enda hef ég veitt því athygli að sum þeirra dæma sem ég tel mikilvæg
er ekki að finna í orðabókum eða orðasöfnum.1 Við athugun mína á
forsetningunni mót studdist ég við eigið dæmasafn en kannaði einnig
dæmasafn Orðabókar Háskólans og dæmasafn ONP (Ordbog over det
norrtþne prosasprog). Ég lét það hins vegar ekki nægja heldur leitað-
ist ég við að kanna í botn, ef svo má segja, ýmsa aðra texta, t.d. fjór-
ar gerðir Sverris sögu, Guðbrandsbiblíu og samsvarandi dæmi úr eldri
biblíutextum og yngri biblíuútgáfum, og enn fremur kannaði ég öll
dæmi úr ýmsum öðrum textum, t. d. úr Píslarsögunni, Reisubók Jóns
Ólafssonar o.fl. Ég hélt satt að segja að þetta væri nokkuð augljóst af
þeim dæmum sem ég tilgreindi. Loks reyndi ég eins og kostur var að
aldursgreina dæmi mín. I ljósi þessa hlýt ég að vísa leiðbeiningum AW
um efnissöfnun á bug. Ég er enn fremur þeirrar skoðunar að sú leið
sem AW mælir með (formlega leiðin) sé ekki til þess fallin að varpa
ljósi á þær breytingar sem orðið hafa á kerfi forsetninga í íslensku. Ég
þykist þekkja það af reynslu að dæmi um breytingar, t.d. eftir > á eft-
ir eða til móts við > móts við > móts við > í móts við > á móts við, eru
strjál, einkum á byrjunarstigi breytinganna, og þurfa engan veginn að
vera bundin við ákveðinn texta. Meginreglan er miklu fremur sú að
slík dæmi eru stök og þau er að finna í mismunandi textum á löngu
tímabili. Sá sem hyggst fá sæmilega mynd af notkun forsetninga verð-
ur að mínu mati að lesa samhangandi texta og styðjast við umfangs-
mikið dæmasafn úr mismunandi textum frá ólíkum tíma. AW bendir
að vísu á að ég hefði getað sparað mér mikla og ‘leiðinlega vinnu’
1 Þess má geta að í safni mínu um forsetninguna eftir er að finna um 5000 dæmi-
í dæmasafni ONP eru um 6000 dæmi (sem ég á í útprenti). Við þetta bætast síðan
dæmi úr söfnum Orðabókar Háskólans, útgefnum orðabókum og annars konar orða-
listum. Ég leyfi mér að ætla að þetta efni ætti að geta gefíð nokkuð raunsanna mynd
af notkun forsetningarinnar eftir og sama á við um aðrar forsetningar, t.d.fyrir, und-
an og mót.