Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 205
Á tjá og tundri
DAVÍÐ ERLINGSSON
í nútíðarmáli kemur orðasambandið á tjá og tundri fyrir í tals-
hætti sem lýsir ástandinu á einhverjum stað og stundu. Venjulega er
Hér er allt eða þ.u.l. á undan og er þá komin þarna heil lýsing á
ástandi, lýsing sem segir að þar sé megn óreiða, ekki viðunandi lag á
neinu.
Sambandið milli orðanna og þessarar merkingar, sem þau bera
óneitanlega, er ekki auðvelt að greina; orðabækur bjóða ekki fram
skýringar sem geri það skiljanlegt, svo að við sýnist mega hlíta. I fyr-
irdrætti um orðabækumar að svipast um eftir vitneskju sem gæti varp-
að ljósi á stakorðið tívor (tívur, tífur?) í 31. vísu Völuspár (Ek sá
Baldrilblóðgom tívor...), sem mikilvægt væri af ýmsum ástæðum goð-
sagna að koma réttum kennslum á, slæddist þetta orðtak með í netið
þaðan sem það stendur, í grennd við tívor, tilfært undir tjá (kv., h.) hjá
Ásgeiri Blöndal Magnússyni (1989:1046). Þá rann samstundis upp
fyrir mér það samhengi sem mér virðist nú einsætt að setja orðtakið í
til þess að það skiljist eðlilega, fái „góða“ merkingu í samhengi tungu-
máls og veruleika.
Vitanlega hefur þetta blasað við mér svo umsvifalítið sem það gerð-
ist, einmitt vegna þess að ég var að hugsa um merkingu fomenska
orðsins tífer, tíber, við hlið fornháþýska orðsins zebar, en þau bæði
merkja ‘fóm, fómardýr’, og þýska mállýsknaorðsins Ziefer ‘húsdýr
(sjá Hempel 1966:382) í hugarfari þeirrar spumingar, hvort gerlegt
mundi að finna þessum orðum (og um leið tívor í spámæli völunnar
um dauða Baldurs) upphafleg rótartengsl við orð sem merki ‘guð
(sbr. tívar, Týr, etv. tír (orðstír) og vissulega Zeus, Jupiter o.s.frv.). I
orðtakasafni sínu eykur Jón G. Friðjónsson (1993) litlu verulegu við
það sem um talsháttinn er að lesa hjá Ásgeiri Blöndal, en það er mik-
ilvægt að geta reitt sig á verk hans um aldurssetningu ritvitna, og ég
er eftir lestur þess sem hann segir þama nokkuð viss um það, að skýr-
ingin sem ég hef nú að bjóða muni ekki hafa komið fram áður. Báðir
vhna þessir fræðimenn í það sem Bjöm Halldórsson segir um orðtak-
ið í orðabók sinni (sjá t.d. Björn Halldórsson 1992). Bjöm „nærlas“
Elenskt mál 24 (2002), 203-7. © 2003 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.