Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 206
204
Davíð Erlingsson
orðtakið eftir merkingum nafnorðanna beggja og fékk út úr þeim
lestri skýringu sem Asgeiri þykir (réttilega, að mínu viti) „ekki fjarri
lagi, sem sé að búið sé að bera fram og kveikja ljósin (til að fagna
gestunum), óreiðumerkingin væri þá síðar til komin og tengd ýmis-
konar tilfærslum og röskun í sambandi við gestafagnaðinn“ (1989:
1046).
Það sem við mér blasir nú, og mér virðist vera sannfærandi heim-
færsla orðtaksins í menningarsamhengi, það kemur í framhaldi af því
sem Björn lét sér skiljast um veislufagnað: Orðtakið mun að upphafi
eiga heima á vettvangi blótsamkomu; það lýsir því að undirbúningi
hennar sé lokið með því að segja „(allt vera) á tjá og tundri“. Það sem
á að vera á tjá (eða tjáiT) er nú komið á tjá; og það sem á þessari
stundu á réttan samastað á tundri er nú komið á tundur. Þetta tvennt
er væntanlega sitt hvað, en gæti reyndar einnig verið hið sama, nefni-
lega það að blótföngin (blæti), sem eru veislumaturinn til samneyslu
guða og manna, hafa nú verið bornin fram á réttan hátt. Það sem það
á við hefur verið sett á tjá, sem mætti víst þýða með ‘látið í té’ (tjá og
té þá sama orð), en þetta sagnamafnorð og nafnháttur merkir bæði að
‘sýna’ og ‘setja fram’ (hvort heldur í beinni og efnisbundinni merk-
ingu eða yfirfærðri). Og það af viðurgjömingnum sem það á við er
nú á tundri. Það gæti verið ofan á uppkveikjuefni því einhverju sem
haft hefði verið til að koma eldinum í máttugra eldsneyti, svo sem
undir kjötinu í eldstaðnum (ef átt hefði að eldsteikja eða svíða kjöt-
mat); líklega þá á eldstað undir blótslátrinu, þar sem til hefði staðið
að elda það? Um efnismerkingu orðsins tundur væri ekki heldur
skynsamlegt að svo komnu að halla sér að einni tilgátu annarri frem-
1 En skyldi ekki mega hugsa sér lífhimnu breidda undir — og hugsa sem svo að
netja, hvíttindrandi af sínum mör(vi), mætti hafa talist goögœtil Það er fróðlegt að
leiða hugann í þessu sambandi að dýrsblóti í Litlu-Asíu á 5. öld f.Kr. sem Heródótus
segir frá í sagnfræðiriti sínu (hér er farið eftir enskri þýðingu og umfjöllun Lincolns
1986:54 o.áfr.). Þar segir, að þegar blótshöldurinn hefur limað sundur fall blótdýrsins
í bita, soðið kjötið og stráð út hinu allra mýksta grasi, einkum smára, þá setur hann
allt kjötið ofan á það. Þegar hann hefur raðað því, kveður maður sem stendur við hlið-
ina á honum (magus) þeógóníu, þ.e. syngur kvæði um sköpun guðanna. Ætla mætti