Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 213
„Og komu þófleiri en boðnir voru“
211
verknaði. Til samanburðar má skoða dæmin í (3), en þar er í öllum til-
vikum um að ræða þolmynd og því lýsingarhátt í sagnmerkingu:
(3) a. Bíllinn var seldur af einhverjum óprúttnum sölumanni.
b. Mjólkin var drukkin.
c. Og er þetta mál var rannsakað af lögmönnum þá ... (ísl. 1571)
Hér hafa orðasamböndin var seldur/drukkinlrannsakað öll verknaðar-
merkingu eins og títt er um sagnir í þolmynd en ekki ástandsmerkingu
eins og dæmin í (2). í fyrsta og síðasta dæminu kemur gerandinn fram
í forsetningarlið (af... sölumanni, af lögmönnum), en sá kostur er eitt
einkenni þolmyndar og virðist algengari í fomu máli en nýju. En
vegna þess að sagnimar selja, drekka og rannsaka taka með sér þol-
fallsandlag í germynd kemur ekki fram sams konar munur í búningi
niilli þolmyndar og orðasambands með sagnfyllingu (lýsingarorði)
eins og í dæmunum í (1). Sama er að segja um sögnina hrœða, en
dæmapörin í (4) sýna sams konar merkingarmun og hér var lýst og
nota má samhengi eða ákvæðisorð til að skýra hann:
(4) a. Strákurinn var oft hræddur með Grýlu. (þolmynd, hrœddur = lh.)
b. Strákurinn var afar/mjög hræddur við Grýlu.
(vera + sagnfylling, hrœddur = lo.)
Hér er hrœddur í (4a) greinilega lýsingarháttur af sögninni hrœða og
setningin táknar verknað, ‘einhverjir hræddu strákinn oft’. I (4b) tákn-
ar lýsingarorðið hrœddur hins vegar ástand, svo sem títt er um lýsing-
arorð, þótt það sé auðvitað af sömu rót og sögnin hræða. í orðabókum
má reyndar finna lýsingarorðið hrœddur en yfirleitt ekki orðmyndir
eins og boðinn, lokaður, rannsakaður, seldur, væntanlega vegna þess
að litið er svo á að þar sé jafnan um að ræða lýsingarhætti (þ. e. beyg-
'ngannyndir) af sögnunum bjóða, loka, rannsaka, selja (í íslenskri
orðabók em þó nokkrar slíkar myndir með forskeytinu ó-, t.d. óbeð-
lnn, óborinn, óbundinn o.s.frv.).
Hér verður þessi munur á lýsingarhætti með sagnmerkingu (í þol-
mynd) og sagnleiddu lýsingarorði (eða lýsingarhætti í lýsingarorðs-
merkingu) með sögninni vera (í germynd) ekki rakinn nánar en vísað
fil frekari glöggvunar í þær heimildir sem áður voru nefndar (Jón G.