Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 214
212
Jón G. Friðjónsson
Friðjónsson 1989, Höskuldur Þráinsson 1999). í næsta kafla verður
sýnt að dæmi af báðum gerðum má finna í textum frá ýmsum tímum.
3. Viðbótardæmi frá ýmsum tímum
Sá merkingarmunur á þolmynd með vera og germynd með sagnfyll-
ingu í lýsingarorðsmerkingu sem áður var lýst skiptir ekki alltaf máli,
þ.e. ýmist má vísa til verknaðar eða ástands. Dæmi frá ýmsum tímum:
(5) a. Kollur frá Lundi var boðinn til brúðkaupsins.
(Harð, 4. k.; 15. öld, s.hl.)
b. ... er honum ekki boðið? [til brúðkaupsins]
(Harð, 11. k.; 15. öld, s.hl.)
(6) a. var það og þvert í móti mínum vilja, að hann var hingað boðinn
(Bárð, 15. k.; 15. öld, s.hl.)
b. Sá þurs var þangað boðinn, er Kolbjöm hét
(Bárð, 13.k.; 15. öld s.hl.
(7) a. Mun lítil saga frá oss verða, ef vér skulum eigi koma til annarra
manna, þá við erum boðnir. (FN II, bls. 319; 17. öld*)
b. Nú em brögð í ... er mér var eigi boðið til boðsins.
(FNII, bls. 321; 17. öld*)
(8) allir sem boðnir voru í nefndan tíma. (Klm, bls. 51; 17. öld*)
Dæmi (7a,b) og (8) eru fengin úr ritum sem einungis em kunn í ung-
um pappírsuppskriftum (merkt með *), en handrit Harðar sögu og
Bárðar sögu (dæmi (5a,b) og (6a,b)) em talin frá 15. öld. Elstu dæmi
sem ég hef fundið um boðinn í lýsingarorðsmerkingu eru því tiltölu-
lega ung, en það segir þó ekki alla söguna því hliðstæð dæmi um aðrar
sagnir eru miklu eldri.
Dæmi um sagnmerkingu lh.þt. virðast hins vegar jafngömul elstu
heimildum um íslenskt mál og því líklega upprunalegri.2 í þessu sam-
2 Þótt sumir hafi dregið í efa að þolmynd hafi verið notuð í fommáli (sjá Dyvik
1980) hefur Hreinn Benediktsson (1980) fært rök að því að svo hafi verið og m.a. bent
á dæmi þar sem þágufall andlagsins er varðveitt í þolmyndarsetningum en ekki þar
sem um er að ræða lýsingarhátt í lýsingarorðsmerkingu.