Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 215
Og komu þó fleiri en boðnir voru
213
bandi er fróðlegt að bera saman hliðstæð dæmi frá ólíkum tímum, til
dæmis í biblíutextum (stafsetning er hér sem annars staðar til einföld-
unar færð til nútímahorfs að mestu leyti):
(9) Jóh.2,2:
a. og var boðið þangað Jesú og lærisveinum eins [‘hans’]
(fslhóm, bls. 87r; 12. öld)
b. Jesús var einninn boðinn og hans lærisveinar (OG, GÞ; 16. öld)
c. en Jesú og hans lærisveinum var líka boðið til brúðkaupsins
(Við; 19. öld)
d. Jesús var og boðinn. (Bibl. 1912)
(10) Lúk. 14, 24:
a. En eg segi yður það að enginn þeirra manna, sem boðnir voru,
munu smakka mína kveldmáltíð (OG, GÞ; 16. öld)
b. því eg segi yður, að enginn þeirra manna, sem boðnir vóru,
munu njóta minnar máltíðar (Við; 19. öld)
c. Því eg segi yður, að enginn af mönnum þeim. sem boðnir
voru, skal smakka kvöldmáltíð mína (Bibl. 1912)
Hér sést að afbrigðin eru notuð nokkuð á víxl, en afbrigðið með nefni-
falli og lýsingarhætti (lýsingarorði?) sem lagar sig að því í kyni og
tölu kemur þó fyrir strax í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (OG,
!540) og í Guðbrandsbiblíu (GÞ, 1584). í þessu sambandi er þó vert
að benda á að í þessum heimildum kemur gerandinn stundum fyrir í
forsetningarlið þótt í dæminu sé nefnifallsfrumlag og orðmyndin boð-
lnn lagi sig að því í kyni og tölu:
(H) Lúk. 14,8:
a. Nær þú verður boðinn af nokkrum til brúðlaups, þá set þig
eigi í hin æðstu sæti. Kann ske að annar eigi ærlegri en þú sé
boðinn af honum (OG, GÞ)
b. þegar einhvör býður þér til veislu, þá set þig ekki í hin æðstu
sæti; vera kann að annar þér æðri sé boðinn (Við)
c. Þegar þér er boðið af einhverjum til brúðkaups, þá set þig ekki
í hefðarsæti, til þess að ekki fari svo, ef maður fremri þér að
virðingu skyldi vera boðinn (Bibl. 1912)