Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 221
Orð af orði
/
Urfórum Halldórs Laxness
GUÐRÚN KVARAN
1» Inngangur
Það fer ekki framhjá neinum, sem les skáldverk eða ritgerðir Halldórs
Laxness, hve gott vald hann hafði á máli og stíl og hve orðaforði hans
var mikill, enda hafa fáir höfundar lagt jafn mikla rækt við málið og
hann. Fáir hafa þó verið gagnrýndir meira en Halldór, einkum fyrir
persónulega stafsetningu og beitingu hennar til að ná fram ákveðnum
stíleinkennum.
Stafsetningin setur vissulega ákveðinn blæ á þau verk sem Halldór
sendi frá sér. Hörð gagnrýni kom t.d. fram eftir að skáldsaga Hem-
mgways, Afarewell to arms, birtist í þýðingu hans (Vopnin kvödd) árið
1941. Norðlenskur bréfritari, sem skrifaði Máli og menningu, fann
m- a. að því að prentað væri í bókinni oná, hingaðtil, þangaðtil, inn-
atnilli, þaraðauki, og mikill hluti þeirra rúmlega fjögurþúsund mál-
V|llna sem ritdómari í Tímanum taldi sig finna var af þessu tagi (Hall-
hór Laxness 1962:219). Sjálfsagt verður einhverjum um þegar hann
hemur að samandregnum orðum eins og heldégún fyrir ‘held ég hún’,
eld fyrir ‘ég held’, heldren fyrir ‘heldur en’ eða heldurðú fyrir ‘heldur
bn’, altonað fyrir ‘allt ofan að’ og altonífyrir ‘allt ofan í’, og líkleg-
ast eru ekki allir ánægðir með hvemig kattaraflagið birtist í Brekku-
kotsannál: „Nú er kattarabblagið týnt ...“, sagði eftirlitsmaðurinn
IHalldór Laxness 1994b: 122). í Orðabók Blöndals er framburður
0rðsins aflagi ‘afmán, ómynd’ hljóðritaður með [b] eins og við er að
húast (1920-1924:16). Þann framburð lætur Halldór eftirlitsmanninn
n°ta og nær með því ákveðnum stflblæ rétt eins og þegar hann skrifar
ómrika eða sosum. Hörðustu gagnrýnendur kölluðu slflc orð skrípiorð
eða orðskrípi en þeirri gagnrýni svaraði Halldór í greininni „Málið“
Islenskt mál 24 (2002), 219-35. © 2003 íslenska málfrceðifélagið, Reykjavík.