Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Síða 223
Úrfórum Halldórs Laxness 221
ils tungutak íslenskrar alþýðu, sem hann kynntist á ferðum sínum, og
taldi sig hafa lært mikið af kynnum sínum við hana. í eftirmála ann-
arrar útgáfu af Sjálfstœðu fólki (1952:471 —472) lýsir hann þessari
skoðun sinni á eftirfarandi hátt:
Af innlendu dæmisagnaefni og fróðleik átti ég þegar margar kompur
fullar; ég hafði þá dvalist í sérkennilegum bygðum í öllum landsfjórð-
úngum á íslandi og kynst við fjölda manna sem höfðu miðlað mér af
upprunalegri reynslu sinni og alveg sérstaklega hafði ég reynt að setja á
mig íslenskt alþýðumál sem svo er kallað, en leitað sumt uppi í bókum
eða orðasöfnum, prentuðum sem óprentuðum, því þó ótrúlegt sé, hefur
íslensk túnga hvorki átt né á höfuðsetur í mentastofnunum landsins, og
ekki hjá lærðum mönnum né embættismönnum, stórbændum né prest-
um né kaupmönnum, heldur hjá snauðasta dalafólki og umkomulausu
vinnufólki í sveitum. í túngutaki þessa fólks og ekki annarsstaðar stend-
ur akademía íslensk. Af þessu fólki hef ég lært þá eina íslensku sem ein-
hvers er um vert.
Halldór lánaði Orðabók Háskólans eina af kompum sínum fyrir fjölda
ára, en í hana hafði hann safnað orðum og orðasamböndum víða um
land. Skrifað var upp úr henni á seðla og dæmin dreifðust síðan um tal-
málssafnið. Mér hefur tekist að hafa upp á nokkrum þeirra, og með sam-
anburði við ritverkin sést að Halldór hefur notað allt þetta efni í bækur
sínar (sjá 2.2). Óvenjuleg orð, stundum staðbundin, koma víða fram í
verkum Halldórs, og án efa hefur hann skrifað fleira hjá sér eftir fólkinu
1 landinu en skráð var í kompuna góðu og nýtt sér á réttum stöðum. Fátt
virðist sett á blað óhugsað og á það jafnt við um íslensk orð og erlend
tökurð. í greininni í Vettvángi dagsins segir (1962:214-215):
Hvert skáldverk hefur með nokkrum hætti sérstakt landslag fyrir sig,
sérstaka samstæðu manngerða eða persóna, og, því má aldrei gleyma:
sérstakt mál; sitt sérstaka mál. Skáldverk sem hefur ekki auk als annars
þessi sérstöku, óalmennu eigindi til að bera, getur tæplega orðið gott,
eftilvill als ekki. Hið almenna, ósérkennilega og reglulega missir einskis
Ú þótt hið sérstaka fái að njóta sannmælis, og það er ekki bókmennta-
gagnrýni, heldur eitthvað annað, að fordæma hið sérstaka af því að það
er öðruvísi en hið almenna. Hið almenna og sérstaka eru alltaf vinir, og
það er villutrú hin mesta að álíta þetta tvö fjandsamleg meginatriði, sem
aldrei geta setið á sáttshöfði.