Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 227
Úrfórum Halldórs Laxness 225
Halldór hikar ekki við að nota sögnina að spássera (skrifuð
spásséra), eitt af þeim orðum sem norðlenski bréfritarinn fann að í
Vopnunum kvöddum og taldi til orðskrípa (1962:214). Reyndar var
Halldór þegar búinn að nota hana á mörgum stöðum áður en sú bók
var gefin út. Þannig vflaði Steinn Elliði ekki fyrir sér að spássera á
leiðum í kirkjugarði (1957:177), Pétur Pálsson framkvæmdastjóri
spásseraði með ókunnugum manni aftur á bak og áfram um eignina
(1992b:260),2 Salka Valka sagðist lítið hafa gert af því um dagana að
biðja karlmenn að koma út að spásséra með sér (1994c:397), þegar
María frá Ömpuhjalli fór að spássera keyrðu menn yfir hana þegar í
stað og beinbrutu hana (1993:155), og sjálfur sagðist Halldór hafa ort
flest ljóðin sín á strætum úti, þegar hann var að spásséra, sum í bíó
(1930:6). í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um sögnina
spássera allt frá 16. öld. Guðbrandur Þorláksson notar hana t.d. í bibl-
íuþýðingu sinni: „Hann gieck vm Stræted hia eime Hymingu / spaci-
erade a Veigenum hia hennar Hwse“ (Orðskviðir 7. kafli, 8. vers).
Sögnin er talin tökuorð úr miðlágþýsku spatzéren og síðar úr dönsku
spadsere (ÁBIM 932).
Orðið spássering er einnig víða notað hjá Halldóri, t.d. þegar Jó-
hann Bogesen er á spásseringu með stafinn sinn (1994c:244), þegar
frú Sofíe Sörensen lærbrotnar á báðum fótum um nónbil en er farin í
spásseringu um miðjan aftan (1992b, 11:36) og þegar farið er í
hæversklega spásseringu eftir sunnudagsmáltíð með hvítvíni
(1994b:268). Spássering er tökuorð úr dönsku spadsering (ODS
21:91), og em fjögur elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókarinnar úr
verkum Halldórs. Um samsetningamar spásserfrakki og spásserganga
ú Orðabókin aðeins dæmi frá Halldóri, en um spássertúr (1994c:192)
er í ritmálssafni nokkuð eldra dæmi úr blaðinu ísafold (1889:118):
>,fullsteinuð þorskanet taka sjer ekki ... langa spásjertúra á marar-
botni.“ Danskar fyrirmyndir em spadseregang og spadseretur.
Orðið múndering kemur fyrir á nokkrum stöðum, bæði í eigin
verkum Halldórs og þýðingum. Jón Hákonarson, öðm nafni Kapteinn
Hogensen, klæddi sig öðm hverju (1994b:52—53);
2 Vefarinn mikli frá Kasmír kom fyrst úr 1927 og Heimsljós (Ljós heimsins og
Höll sumarlandsins) 1937-1938.