Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 229
Úrfórum Halldórs Laxness 227
Kristín Guðmundsdóttir var góð vinkona Halldórs og heimildarmaður
um margt. í Þjóðviljagreininni, sem ég minntist á áðan, kom hannfjöl-
múlavíli að og skrifaði: „Fjölmúlavíl nefndi amma mín undarlegar
vélar í líkingu við „lánga staung uppúr lítilli grýtu“ í teikningu Ás-
gríms Jónssonar við söguna Átján bama faðir í álfheimum." Sjálfur
notar hann orðið í a. m. k. fimm bóka sinna. Við fáum að vita í bókinni
í túninu heima, þegar sími koma að Laxnesi, að amman féllst aldrei á
að „berja augum þetta tól, sem í hennar orðabók heyrði undir fjöl-
múlavíl" (1975:120) Og Steinar í Hlíðum sagði við bömin sín, sem
langaði svo að vita hvað hann væri að smíða: „Kanski tekst mér með
guðshjálp að búa til ógnlítið fjölmúlavíl fyrir vorið“ (1993:63). Ekk-
ert dæmi fannst um sögnina að fjölmúla sem höfð var eftir Kristínu
Guðmundsdóttur en í Tímariti Máls og menningar notaði Magnús
Kjartansson ritstjóri (1980:315) orðið fjölmúlavílari í inngangi að
smásögu eftir Friðrik Þórðarson:
en nú góla fjölmúlavílarar hver upp í annan að enginn kunni að orða
hugsun sína án þess að ,,sletta“, en það orð brúka þeir um endumýjun
íslenskrar tungu.
Ásgeir Blöndal Magnússon nefnir einnig fjölmúlaverk í merkingunni
‘vafstur, umstang’ í orðsifjabókinni (1989:182) en ekki hefur mér tek-
ist að finna heimild hans fyrir því orði. í talmálssafni Orðabókarinnar
eru aðeins dæmin úr vasabók Halldórs og í ritmálssafni sex dæmi, þar
af fjögur frá Halldóri. Ásgeir telur uppmnann óljósan, tengir orðið
helst við nafnorðið múli í merkingunni ‘munnur, snoppa’ en hafnar því
að það geti verið afbökun úr fjölmóðarvíl ‘vol út af smámunum .
Tengsl við það orð tel ég þó ekki óhugsandi.
í vasabókina hafði Halldór skráð sögnina aÖflúskra í sambandinu
°ð flúskra með e-ð í merkingunni ‘svindla’og merkt hana Snæfells-
nesi. Hana notaði hann síðar í Kristnihaldi undir Jökli þar sem spurt
Van „er verið að flúskra með kristindóm eða hvað?“ (1992a: 11). Það
er um leið eina dæmi Orðabókarinnar úr ritmáli. Nokkur dæmi eru til
uiu sögnina að flúskrast sem notuð er í merkingunni ‘tuskast, fljúgast
a • Dæmi Halldórs er eina heimild Orðabókarinnar um sögnina í
merkingunni ‘svindla, pretta’ og því auðvelt að láta sér detta í hug að