Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 230
228
Guðrún Kvaran
um einhvem misskilning hafi verið að ræða. Nafnorðið flúskur er hins
vegar til í tvenns konar merkingu: 1. ‘áflog’ og 2. ‘prettir’, og styður
síðari merkingin notkun Halldórs, en heimildir um hana eru úr Dala-
sýslu.
Halldór skrifaði einnig hjá sér orðið fastalœsingur og við það
þessa athugasemd: „Austfirðir. Glerungr á snjó.“ Það notaði hann í
Sjálfstœðu fólki: „þæfíngsófærð, sögðu þeir, fastalæsíngur, klammi“
(1994a:138) og síðar í þýðingu sinni á Fjallkirkjunni í þessari lýsingu:
„Færi var með ógreiðasta móti, fastalæsingur, skelin á snjónum
brotnaði undan fæti, svo maður sökk í hverju spori“ (1951:463). Önn-
ur dæmi fundust ekki í ritmálssafni Orðabókarinnar. í talmálssafni
voru sjö dæmi sem dreifðust um Vestur-, Norður- og Austurland. í við-
bætinum aftan við orðabók Blöndals er fastalæsingur komið inn og
merkt „Vf.“, þ.e. Blöndal hefur dæmi sitt af Vestfjörðum (1920-
1924:1118). Þaðan er það sennilega komið í Orðabók Menningarsjóðs
(1983:194) í merkingunni ‘snjór í samanbörðum sköflum sem þó eru
ekki mannheldir’.
Þá fann ég sögnina að doffíra úr sömu vasabók. Við hana stendur:
„Færa í lag, gera við, setja í stand, útbúa. Rang.“ (sem merkir Rang-
árvallasýsla). Dæmi Orðabókarinnar úr rituðu máli voru samtals sex
um sögnina og lýsingarorðið doffíraður og má rekja öll til Halldórs
Laxness. Tvö voru úr Fjallkirkjunni en fjögur úr eigin skáldverkum.
Steinar bóndi í Hlíðum fór í Tívolí og sá m. a. í einu sýningarhúsi að
„kom nokkuð auðnuleysislegt fólk og þareftir ankannalega doffírað
að gera spilirí með kolskít og pústrum og öðru miðlúngi viturlegu
fasi“ (1993:94) og í Skáldatíma segir: „miðjum borðum trónaði út-
flúraður og íburðarmikill kryddbaksturinn doffíraður í flækjur af ein-
glahári úr sykri“ (1963:157). Asgeir Blöndal Magnússon lítur á sögn-
ina dojfíra sem tökuorð en telur óljóst hvaðan það er ættað
(1989:116). Náskyld er án efa doffínera í sömu merkingu, sem Orða-
bókin á fjögur dæmi um úr þremur bókum eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson,
í þremur tilvikum í sambandinu dubba og doffínera. í viðbæti aftan
við Orðabók Blöndals (1920-1924:1015) er doffínera sem flettiorð
og merkt Rangárvallasýslu. í Orðabók Menningarsjóðs er doff(ín)era