Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 233
Úrfórum Halldórs Laxness 231
bók Blöndals 1920B1924:144). Halldór notar orðið hins vegar um
stórvaxinn krakka eða stóran og ólögulegan mann bæði í þýðingum og
eigin verkum. í Sjálfstæðu fólki stendur t. d. „sá hann eitthvert drymb-
ini á kassa í bæardyrunum, það hreyfðist ekki. Samt var það mann-
eskja“ (1994a:405). Auk dæmanna frá Halldóri á Orðabókin aðeins fá-
einar heimildir úr talmáli og eru þau dæmi sem notuð eru um stórvax-
ið ungviði úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum.
Það kemur dálítið á óvart, ef hugsað er til orðasöfnunar Halldórs
°g áhuga hans á staðbundnu orðafari, að bera ævisögu og dagbækur
Magnúsar Hjaltasonar Magnússonar að Heimsljósi og sjá að Halldór
hefur sniðgengið ýmis orð sem áberandi eru í veðurlýsingum Magn-
úsar eins ogfjallabjartur, heiðbjartur, heiðbirta, sviðrandi mold, him-
inþunnur, kafaldsmyglingur, bleytuhjaldur, skafmold og mörg fleiri.
Sama er að segja um mörg önnur orð, sem finna má í ævisögu Magn-
úsar og dagbókum, en sum má rekast á í öðrum verkum. Á seðli í tal-
^iálssafni Orðabókarinnar, sem skrifaður var upp úr dagbókinni við
árið 1915, stendur (leturbr. hér): „Guðrún fylgikona mín skyldi fá
hafnmat sumar og vetur, ef hún ynni sér (bóndanum) úti við að sumr-
inu.“ Hafmat, eða habbmat eins og orðið virðist hafa verið borið fram
fyrir vestan, notar Halldór ekki í Heimsljósi en þekkti það, þar sem
það kom fram áður í Sölku Völku: „kom konan aftur með hafmat í
skál 0g mjólk útá“ (1994c:107). Af þeim níu dæmum sem Orðabókin
á í ritmálssafni benda fimm til Vestfjarða. í Orðabók Blöndals er haf-
ntatur bæði merkt Vestfjörðum og Vestur-Skaftafellssýslu (1920-
i924:286), en dæmi Orðabókarinnar í talmálssafni benda til Vest-
fjarða. Fyrri liður orðsins, haf, er notað um spónamat og af því orði er
leidd sögnin að hafa í merkingunni ‘borða spónamat’, þ.e. átt er við
mat sem menn ausa upp úr íláti (ÁBIM 1989:297). Halldór dvaldist
Una tíma fyrir vestan, m.a. hjá Vilmundi Jónssyni landækni, og er jafn
líklegt að hann hafi kynnst orðinu þar og að hann hafi skrifað það upp
úr dagbókinni.
í greinasafni Vilmundar Jónssonar landlæknis er upptalning á
n°kkrum persónulegum stíltegundum (1985:308) þar sem m.a. er
nefndur Hriflingabjargastíll og kenndur við Halldór Laxness, Krist-
mann Guðmundsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson. Ástæðan fyrir þess-