Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 235
233
Úrfórum Halldórs Laxness
Situr á garði málin mörg,
mun þó litlu kíkja,
um hriplinga biður björg,
barmaþunna sníkja.
Þórbergur lýkur umsögn sína um hriflingabjargastílinn á eftirfarandi
°rðum (Vilmundur Jónsson 1985:309):
Steinninn, sem fór á hriflingabjörgum niður gilið eða fjallshlíðina, er
táknrænn fyrir stíl Halldórs Kiljan. Hann hrifsar til sín orð og orðasam-
bönd héðan og þaðan og stillir þessu út í ritverkum sínum. En þessar út-
stillingar standa venjulega ekki í neinu lífrænu samhengi við umhverfi
sitt og hreppa stundum þær meðferðir, að vera notaðir í skökkum merk-
ingum, hvorttveggja vegna þess, að þeir eru rapseri, sammenskrab, en
ekki lifandi gróður, sem dafnað hefir innra með höfundinum og samlag-
azt sálarlífi hans eins og mælt mál. Hann skrifar íslenzku eins og útlend-
ingur, sem hefur lært málið á bók.
Þetta er harður dómur og erfitt að ætla að Þórbergur hafi meint hann
alvarlega. Oft er skrifað í vinarbréf eitthvað sem ekki er ætlað öðrum,
enda er öll lýsingin á stíltegundunum og nafngiftimar í hálfkæringi.
3. Niðurlag
þótt Halldóri hafi orðið á í meðferðinni á orðinu hriflingabjörg vegur
auðvitað margfalt þyngra hvað hann hefur gert til að kynna fyrir les-
endum sínum ýmiss konar orðaforða. Það sem hér hefur verið tínt til
er aðeins örlítill hluti þess sem áhugavert er að skoða í orðaforða Hall-
dórs Laxness en ætti að sýna að þar er mörg matarholan fyrir þá sem
^huga hafa á íslenskum orðaforða. Eins og við höfum séð á það bæði
við um staðbundinn orðaforða af ýmsu tagi, sem Halldór hefur heyjað
sér víða um land, og ýmis íslensk orð og orðasambönd sem fallin voru
1 8ieymsku og hann hefur endurlífgað. En það á líka við um ýmis orð
uf erlendum uppmna sem hann leyfir sér að nota af því að „ekkert orð
er skrípi ef það stendur á réttum stað“ — það getur verið orð sem
»uiiðlar kanski í eitt einstakt skifti, eða fáein tiltekin skifti í einni bók,
núkvæmlega því sem það á að miðla og ekkert orð getur miðlað ann-
ú þeim stað“, eins og Halldór komst sjálfur að orði (1962:213-
^14), svo sem nefnt var í upphafi þessa pistils.