Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 239
Ritdómar
Ordbog over det norrbne prosasprog. A Dictionary of Old Norse Prose.
1: a-bam. Ritstj. Helle Degnbol, Bent Chr. Jacobsen, Eva Rode, Christopher
Sanders, Þorbjörg Helgadóttir. Den amamagnceanske kommission, Kaup-
mannahöfn, 1995. v + 453 bls.
2: ban-da. Ritstj. James E. Knirk (aðalritstj.), Helle Degnbol, Bent Chr. Jacob-
sen, Eva Rode, Christopher Sanders, Þorbjörg Helgadóttir. Den ama-
magnæanske kommission, Kaupmannahöfn, 2000. v + 621 bls.
0. Inngangur
Það hlýtur að sæta miklum tíðindum er út kemur orðabókarverk sem tekur til íslensks
fornmáls.* Verk af þessu tagi er engan veginn bundið við tungumálið sem slíkt held-
ur snertir það íslenska sögu, bókmenntir og þjóðhætti; íslenska menningu í víðasta
skilningi.
Á vegum Ámanefndar í Kaupmannahöfn hefur um alllangt skeið verið unnið að
því stórvirki að gefa út orðabók um óbundið mál íslenskt og norskt fram til 1370
(kölluð hér á eftir ONP). f formála fyrir skráabindinu (hér eftir skammstafað ONPR)
er verkið afmarkað svo:
ONP records the vocabulary of the prose writings of Old Norse, as transmitted
in Norwegian and Icelandic manuscripts, the earliest of which date from c.l 150.
The dictionary covers Icelandic sources down to 1540, the year in which the
oldest surviving Icelandic printed book, Oddur Gottskálksson s translation of
the New Testament, was published. Norwegian sources have been excerpted
down to c.1370, by which time the Norwegian language had undergone so many
changes that it is impractical to treat it together with Icelandic as a single langu-
age-unit (ONPR, 15).
Skráabindið kom út 1989, en það hefur m.a. að geyma rækilega skrá yfir þau
handrit sem orðabókarverkið sjálft er byggt á, ritaskrá og skammstafanaskrá. Þetta
verk hefur raunar sjálfstætt gildi, ekki síst þar sem allar heimildir em aldursákvarðað-
ar til mikilla þæginda fyrir alla þá er fást við sögulegar rannsóknir á sviði íslensks
* Jón Axel Harðarson las yfir drög að þessum pistli og kann ég honum bestu
þakkir fyrir holl ráð og gagnlegar athugasemdir, svo og ritstjóra fyrir aðstoð við frá-
8ang.
Islenskt mál 24 (2002), 237-68. © 2003 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.