Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Síða 241
Ritdómar
239
(1)
yfirlitsmynd yfir greiningu forsetninga í ONP
II (+ dat.) III (+ gen.)2 IV (adverbial)
I (+ acc.)
/
A
(loc.stat.)
(loc. mobil.) (temp.)
B
C ...
/ I \
1 2 3 ...
(merkingarflokkun)
Fyrsta greinimarkið er form eða fallstjóm og það er sýnt með rómverskum tölustöf-
um (I, II, III, IV; acc., dat., iforb. med gen., adverbial), annað greinimarkið felur að
nokkru í sér hlutverk og er merkt með bókstöfum (A, B, C ... ; loc.stat., loc.mobil.,
temp., div.) og síðasta stigið felur í sér merkingarflokkun og þar koma arabískir tölu-
stafir til sögunnar (1, 2, 3 ...). I öllum tilvikum era leturbreytingar með kerfisbundn-
um hætti. f upphafi hverrar flettu þar sem fjallað er um forsetningar er gefið yfirlit yfir
skiptinguna, auk þess sem föst sambönd eru feitletruð innan dæmabálkanna. Allt er
þetta til þess fallið að auðvelda notendum að finna það sem þeir leita að, eða öllu held-
ur öðlast yfirsýn yfir það sem mestu máli skiptir.
Við lýsingu forsetninga í ONP eru því þrjár forsendur lagðar til grundvallar lýs-
ingunni: a. form (I., II, ...); b. hlutverk eða yfirskipuð merking (A., B., ...) og c.
(orðfræðileg) merking (þ.e. 1,2, ...). Slík skipting virðist við fyrstu sýn býsna skýr
en hér er ekki allt sem sýnist. Draga má í efa að fyrir skiptingunni séu málfræðilegar,
setningafræðilegar eða merkingarfræðilegar forsendur. Eins má efast um að hún sé til
þess fallin að draga upp trúverðuga mynd af því málkerfi sem ætlunin er að lýsa. Að
þessum atriðum verður nánar vikið í umfjöllun um einstakar forsetningar.
1.1 Forsetningin á
1.1.1 Almennt um dvöl, hreyfingu og stefnu
Við greiningu forsetninga sem vísa til staðar eru hugtökin loc.stat. (lat. localis ‘stað-
arlegur’, stationalis ‘kyrrstæður’) og loc.mobil. (lat. mobilis ‘hreyfanlegur’) lögð til
grundvallar í ONP og er það gott svo langt sem það nær. Mér finnst þó tvennt vanta í
þessa greiningu. f fyrsta lagi þarf að gera ráð fyrir tvenns konar hreyfingu eftir því
hvort hún er á einhvem stað (eða til staðar, svarar spumingunni hvert?) eða hvort hún
er af staðnum (eða frá honum, svarar spumingunni hvaðan?). í þýsku eru t.d. notuð
orðin Zielrichtung og Ausgangsrichtung um þennan greinarmun. í öðm lagi er að
mínu mati nauðsynlegt að gera ráð fyrir hugtakinu stefnu (bendivísun). Hugtökin
hreyfing (á/af stað) og stefna eru m. a. nauðsynleg til að gera grein fyrir muninum á
orðasamböndunum á land, að landi, af landi og til lands. Staðartáknun með forsetn-
ingunum á og af má skýra með yfirlitsmynd á borð við þessa:
Þetta heitir i forb. med gen. í ONP, eins og fram kemur hér síðar.
2