Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Síða 242
240
Ritdómar
(2)
dæmi um staðartáknun með á, af og við
A: dvöl
B: stefna + dvöl
C: hreyfing
Cl: ‘hvert?’
C2: ‘hvaðan?’
al sitja á miðjum palli
a2 vera á þingi
a3 vera uppi á fjalli
bl sitja upp á berginu cl sitja á miðjan pall c5 fara af pallinum
b2 sitja niður við ströndina c2 fara á þing c6 fara af þingi
c3 fara upp á fjallið c7 fara ofan af fjallinu
c4 á aðra hönd
Stefnuvísan (með styttri mynd atviksorðs) kemur oftast fram með þolfalli (Cl,
dæmi c3) en einnig með þágufalli (B, dæmi bl). Þetta kerfi fær ekki einungis stoð af
fjölmörgum notkunardæmum, ekki síst í óbeinni eða yfirfærðri merkingu, heldur
kemur það einnig glöggt fram af notkun hreyfi-/dvalaratviksorða, t.d. inn - inni - inn-
an; út - úti - utan. I ONP eru dæmi af gerð A merkt loc. stat., dæmi af gerð C1 ým-
ist merkt loc. stat. (cl) eða loc. mobil (c2-4) og C2 fær einkennið loc. mobil. Af þessu
sést að ekki er gerður munur á afbrigðunum hreyfing á og hreyfmg af (umfram það
að fallstjóm er vitaskuld mismunandi) né heldur á dæmum af gerð al og cl eða a3 og
bl. Ég tel það galla að þeim afbrigðum sem sannanlega eru til í málinu skuli ekki vera
haldið til haga á kerfisbundinn hátt; þetta er ekki síst bagalegt er afleidd merking er
athuguð. Hinn ágallinn, að sleppa stefnuþættinum, er þó sýnu alvarlegri. Orðasam-
bönd eins og á aðra hönd (Sv, 20); á tvœr hendur (algengt í fomu máli), á annað
borð3 (ÓTII, 175; Flat III, 109) og á bœði borð (SigVal,167; Deperd, 206) vísa hvor-
ki til hreyfingar (loc. mobil) né kyrrstöðu (loc. stat.) heldur til stefnu, sbr. eiga e-ð i
garð e-s, gera vart við sig inn í skálann (Egla, 32. k.) og fjölmörg hliðstæð dæmi i
fomu máli og síðari alda máli. Þetta kemur glöggt fram í samböndum þar sem fs. stýr-
ir þágufalli (loc. stat.) en tekur jafnframt með sér hreyfiatviksorð (lat. directionalis
eða dir.), þ.e. atviksorð sem vísar til stefnu og dvalar:3 4
(3)a. Hann sér nú stóðhrossin fram á eyrunum (Hrafnk, 15. k.)
b. Vér áttum þing inn á Frostu (ÓT I, 374); inn á Mærinni (ÓTI, 374)
c. hafði þá atsetu inn á Hlöðum (Gunnl, 6. k.)
d. Þá stóðu upp á Orminum langa þrennar fylkingar (ÓTOdd, 215, 230)
e. ófriður var upp á Gautlandi (Fris, 54)
f. í ánauð ... út á Egiptalandi (íslhóm, 47vl2)
g. festur upp út á Eyrum (Mork, 364)
Dæmi af þessum toga skipta tugum í fomu máli og hliðstæð dæmi með öðrum for-
setningum (/', við, undir) skipta hundruðum. Dæmin em svo mörg og traust að óvið-
3 Þessi dæmi eða öllu heldur hliðstæður þeirra vantar reyndar í ONP en væntan-
lega kæmu þau undir II. (+ acc.) A. (loc.stat.), t.d. á bak jólum, á hœgri/vinstri hönd
(við e-ð/e-n) ...
4 Ég hef hér sem annars staðar fært stafsetningu að mestu til nútíðarhorfs til ein-
földunar.