Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 244
242
Ritdómar
ganga of langt. Sem dæmi má taka orðasambandið vera á barnsaldri þar sem að mínu
viti er fremur um að ræða yfirfærða staðarmerkingu en tímamerkingu, sbr. vera kom-
inn af barnsaldri sem naumast vísar til tíma. Enn fremur virðist mér II. (+ acc.) B að-
eins mynda einn flokk, þrískiptingin í ONP vísar einungis til merkingar stofnorðanna
en á sér ekki setningafræðilega stoð.
1.1.2 Kyrrstaða eða stefna (bendivísun)
I ONP er einkennið loc. stat. (staður, kyrrstaða) m.a. notað um I. (+ dat.) A. (loc.
stat.), t.d. sitja á miðjum palli (ONP 1, 2) og II. (+ acc.) A. (loc. stat.), t.d. sitja á
miðjan pall (ONP 1, 7)). Það er í sjálfu sér tortryggilegt að dæmi sem eru ólík hvað
fallmörkun varðar skuli fá sömu merkingu enda kemur í ljós að hér um kerfisbundinn
mun að ræða þegar betur er að gætt. Af skilgreiningu í ONP leiðir að eftirfarandi
dæmi yrðu (væntanlega) talin fela í sér kyrrstöðu, þau falla undir lið II. (+ acc.) A.
(loc. stat.f.
(6)a. lá aptur á saxið (Rómv, 195)
b. En hverir eigu þau hin stóru skip, er þar liggja út á bakborða Dönum? (Hkr I,
375)
c. var þar skammt á land upp á veislu (ÓT I, 60)
d. þeir sá mann einn upp á land (Sv, 166); upp á landið (ÁM81a, 213)
e. lið safnast saman fram á nesið (FN I, 301)
Dæmi af þessari gerð eru fjölmörg í traustum heimildum og að mínu mati er óviðun-
andi að túlka dæmi eins og upp á landið og uppi á landinu með sama hætti (loc.stat.)■
I mínum huga er það engum vafa undirorpið að hér er um að ræða kerfisbundinn
merkingarfræðilegan og setningafræðilega mun: Þolfallsdæmin (ásamt hreyfimynd
atviksorðanna) vísa ekki til kyrrstöðu, þau fela í sér stefnu+dvöl, sbr. muninn á þar
(loc.stat.) vs. þarna (loc.dir.). í þessu sambandi tala dæmin reyndar sínu máli, auk
þess sem þessi munur er enn greinilegur í nútíma íslensku. Dæmi eins og á báða
bóga, á annað borð, á aðra hönd, vera upp á sitt besta og fjölmargar hliðstæður vísa
ekki til kyrrstöðu (loc.stat.) heldur til hreyfingar eða stefnu.
Notkun atviksorða með forsetningarliðum er reyndar svo áberandi að telja má
hana til eins af sérkennum íslensku. Hér er vissulega flókið fyrirbæri á ferð en til ein-
földunar má segja að um fems konar sambönd eða fjögur ferli sé að ræða:
(7)a. upp á landið = hreyfing (‘hvert?’)
b. uppi á landinu = kyrrstaða (‘hvar?’)
c. upp á landinu = stefna/bendivísun; kyrrstaða (‘hvar?’)
d. ofan af landinu = hreyfing (‘hvaðan?’)
Traustar heimildir sýna þessi fjögur ferli og því sakna ég þess að þeim skuli ekki gerð
kerfisbundin skil í ONP. Þetta hefði t.d. mátt gera með því að feitletra sambönd af
þessum toga í dæmabálkinum, þ. e. að því tilskildu að þeim hefði verið haldið til haga,
og þá kæmi jafnframt í ljós að slík sambönd atviksorða og forsetninga eru annars veg-