Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Side 246
244
Ritdómar
B
v rxi
stafni stóð uppi á borðinu
I sumum tilvikum getur viðkomandi atviksorð verið tvenns konar merkingar eins og
áður gat, t. d. aftur (sbr. (9)) og upp, sem getur vísað til stefnu eða haft merkinguna
‘uppréttur’. I slíkum dæmum er vísan og merking jafnan augljós:
(12) a. þar stendur [stóð (Flat IV, 135)] upp í stafninum maður vænn og listulegur
(Mork, 202)
b. létu hann sitja upp í hausinum (Njála, 78. k.) [‘uppréttan’]
c. sat Unnur upp við hægindin (Laxd, 13) [‘upprétt’]
Atviksorðið niður getur staðið á svipaðan hátt með hreyfingarsögnum:
(13) a. Hann kemur niður á Ströndum norður, þar sem heitir í Ávík (Sturl I, 12)
b. hafði lagist niður í eldhúsi eftir dögurð sinn (Gísl, 9.k)
I framangreindum dæmum virðist ljóst að atviksorðin standa með umsögninni en það
á ekki við í öllum tilvikum, t.d. ekki í eftirfarandi dæmum:6
(14) a. ganga til skips er eg á niður í fjöru (GÞiðr, 204)
b. en allt lið myndi vera niðri í Eyjum (Njála, 76. k.)
c. Hamrar hávir standa niður við skipalægið (FN III, 252)
d. þóttust þeir sjá svip manns niður við ána (Vatnsd, 44. k.)
e. Þeir bræður fóru þar til er þeir fundu menn niðri við Markarfljót (Njála, 45. k.)
Hér mynda atviksorðin niSurlniðri eina heild með forsetningarliðunum og ýmist er
valin hreyfimyndin (niður) eða dvalarmyndin (niðri) eftir því hvort vísað er til stefnu
(niður) eða dvalar (niðri).
í þriðja lagi má nefna það sem ég kalla hér bendivísun. í fomu máli standa
stefnuatviksorð oft á eftir forsetningunni (á ... út; við ... út) og í slíkum tilvikum hef-
ur hreyfimynd atviksorðanna sterka bendivísun og því er styttri myndinni haldið þótt
forsetningarliðurinn vísi til dvalar:7
6 Það eru einkum sagnir sem vísa til hreyfingar (setjast niður, koma innjara út
...) sem taka með sér stefnuatviksorð á þennan hátt og mynda þá pör með sögnum
sem vísa til dvalar (sitja frammi, vera úti, sofa uppi ...). Sagnir eins og sjá taka t.d.
alla jafna ekki með sér stefnuatviksorð.
7 Reyndar má færa rök að því að fs. við vísi ekki einungis til dvalar eða kyrrstöðu
heldur geti hún einnig vísað til stefnu og því falið í sér hreyfingu. Sterkustu rökin fyr-
ir þessu eru auðvitað dæmin sjálf, sbr. við borðið út (ÓT I, 199); út við borðið
(ÓHLeg, 25), en einnig má benda á mun á milli fyrir og við, t.d. í eftirfarandi dæm-
um: e-ð liggurfyrir vs. e-S liggur við (borð), sbr. líka hafa ekki afl við e-n (stefna, ‘á
við e-n’) (Egla, 40.k.) eða við e-m (Rómv, 293) (kyrrstaða, ‘móti’).