Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Síða 251
Ritdómar
249
lagi vekur athygli að mörg a/-dæmanna hafa merkingarskylt stofnorð, t.d.: ör, örlynd-
ur, óhnöggur, mildur og sínkur þar sem merkingin ‘fyrir’ virðast eiga vel við, sbr.
þekkja e-n að góðu einu (‘að e-u leyti’) vs. veraþekktur af e-u (‘fyrir e-ð’); vera kunn-
ur að e-u (Leif, 93; Heil II, 350; Vatnsd, 29.k.) vs. vera kunnur af e-u og vera frœg-
ur að endemum (‘að því er tekur til eindæma’) vs. vera frœgur af e-u (‘fyrir e-ð’).
Merkingarmunurinn er því flestum tilvikum skýr. Astæða breytingarinnar að > af
(birgur að/af heyjum; auður aðlaf mönnum) er því í raun sú að umrædd dæmi eru
skilin með öðrum hætti en fyrr, þ.e. í stað kyrrstöðu (að ‘hvað varðar, með tilliti til’)
skynja menn hreyfingu (af ‘orsök, fyrir’). Svipuð dæmi þar sem skilningur eða túlk-
un á forsetningarliðum breytist eru mýmörg, sbr. þessi:
(21) a. allri himinríkis hirð varð mikill fögnuður að upprisu drottins (íslhóm, 34rl5)
b. meiri fagnaður af hans göfugleik en að ríkum höfðingja
(Str, 72 (síðari hl. 13. aldar))
c. þeim mun meiri fagnaður varð henni að hans upprisu (Mar, 388 (um 1340))
d. þeim mun meiri fagnaður varð henni af hans upprisu (Mar, 388 (um 1450-1500))
e. fagnaður er þeim að einum þessum manni heldur en af níu mönnum og mutugum
(Pst, 439 (síðari hl. 13. aldar))
Munurinn á merkingu forsetningarliðanna að+ þgf. og af+ þgf. er því í flestum tilvik-
um skýr í elsta máli en þegar á 13. öld verður breytingarinnar að > af vart í tiltekn-
um samböndum, sbr. dæmin í (21) og svo eftirfarandi dæmi þar sem báðar orðskipan-
irnar eru notaðar í nábýli ef svo má segja:
(22) a. ríkur að eignum ... og faðir hans frægur af hreysti
(Str, 188 (síðari hl. 13. aldar))12
b. styrkur að afli ... mildr og örlyndur af peningum og reyndur að fullkomnum
trúleik (ÓTI, 282 (síðari hl. 14. aldar))
c. ágætur bæði að viti og ríkdómi. Hann var mildur af fé við sína þegna
(ÁlaFl, 120 (síðari hl. 15. aldar))
d. sterkur að afli ... ör af fégjöfum (Sigrg, 41 (17. öld))
e. Eg var áður eg fór héðan gnægð af góðum hlutum og fylld farsælda en nú
leiddi mig drottinn aftur auða að yndi og afleita hamingjunni (Stj, 421)
Niðurstaðan er því sú að í orðasamböndunum auðugur að/af e-u og ríkur að/af e-u og
fjölmörgum hliðstæðum sé notkun forsetninganna að og af þegar í fomu máli nokk-
uð á reiki. Notkun að er hér upprunalegri og því felur notkun forsetningarinnar af í
slíkum samböndum í sér breytingu. Það gefur því ekki rétta mynd af notkuninni að
tilgreina einungis myndir á borð við ríkur af e-u (ONP 1:60). Réttast væri trúlega að
12 Því má halda fram að mismunandi notkun forsetninganna að og a/endurspegli
(á tilteknu málstigi) ólíka merkingu. Þannig hafi orðasambandið frœgur af hreysti or-
sakarmerkingu (causativus) en orðasambandið sterkur að afli feli í sér tillitsmerkingu
(’espectivus). Breytingin að > a/bendir til að slíkur merkingarmunur hafi verið tek-
>nn að blikna þegar í elsta máli.