Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 252
250
Ritdómar
fjalla einungis um slík sambönd undir stofnorðunum (ríkr, auðugr, mildr ...) en ef
ástæða þykir til að víkja að slíkum ferlum undir forsetningum er eðlilegast að það sé
bæði gert undir at og af en ekki einungis undir a/eins og gert er í ONP.
1.2.3 Einstök atriði um forsetninguna af
í ONP er að mínu mati lögð of mikil áhersla á að lýsa einstökum uppflettiorðum sem
einangruðum fyrirbrigðum. Þetta er ekki síst bagalegt við lýsingu forsetninga. Þar er
nauðsynlegt að draga fram lifandi ferli og andstæður, t.d. á - afog í - úr. I orðabók
Fritzners er jafnan bent á slíka hluti og er það mjög gagnlegt. Sem dæmi má nefna að
merking forsetningarinnar eftir verður ekki skilin til fulls nema vikið sé að kerfinu:
eftir + þgf.
fyrir + þf.
staður, rúm
tími
fyrir + þgf.
eftir + þf.
Af sama toga eru reyndar dæmi eins og vera auðugur að/affé,falls er von aðlaffornu
tré (‘hvar?’ / ‘hvaðan?’) og sigla að landi, sigla á land og sigla til lands þar sem
merkingarmunur er kerfisbundinn og fer eftir ferlum. Rétt lýsing forsetninga næst
með öðrum orðum ekki nema gerð sé grein fyrir afstöðu þeirra til annarra forsetninga.
Dæmi um ágalla af þessum toga í ONP er t.d. að finna á bls. 55:1. + dat. A. 5) (loc.
mobil.) (betegnende sekvens): gieck Maria sialffram aa travppvrnar og sidan vpp eft-
er avllvm hveria afannare (AnnReyk, 351). Dæmi þetta er í sjálfu sér rétt en það er
ungt og notkun forsetningarinnar at í slíkum samböndum er upprunalegri og eldri þótt
þau sé ekki að finna undir at í ONP. Hér er því um að ræða breytingu (at > af) sem er
auðskilin ef hugað er að kerfinu sjálfu, ef forsetningar eru ekki skoðaðar sem einangr-
uð fyrirbrigði. Á bls. 57 er tilgreint dæmi af sama toga [af< at]: tókþá at brenna hvert
hús af öðru (Hkr III, 196; ONP 1:57), en nú bregður svo við að það er talið vísa til
kyrrstöðu (loc.stat.) en ekki hreyfingar (loc.mobil.) eins og fyrra dæmið. Miðað við
merkingu og uppruna er þó nokkuð ljóst að um sama ferli er að ræða og þessi grein-
armunur gefur því ekki rétta mynd af notkun fs. af - at.
í umfjöllun um forsetninguna afer flokkur I. +dat. D (div.) (ONP 1:57-62) býsna
stór og skiptist hann í átján merkingarflokka. Sammerkt flestum þessum flokkum er
það að skiptingin byggist á því að dæmin eru þýdd og þannig fást fram sameiginleg
merkingareinkenni. Það segir sig sjálft að með þessum hætti mætti fá fram margs
konar skiptingu en stóru línumar vantar þar sem ferlin eða hlutverkslýsing er ekki
lögð til grundvallar. Sem dæmi má nefna að eitt og sama ferli er að finna undir mörg-
um flokkum, t.d. fellur ‘gerandi’ undir tvo flokka, annars vegar undir 5 (vinsœll af öll-
um) og hins vegar undir 6 (dœmast af e-m), og dæmi um tillitsfall (12; ‘med hensyn
til, hvad angár’) er að finna undir mörgum mismunandi flokkum, t. d.: lýsa af degi (4)
og e-ð erfullt af e-u (8). — Loks sakna ég ýmissa fastra orðasambanda, t.d. af hálfu
e-s (Barl, 133; Bisk I, 148; Alex, 62; o.v.) og af hendi e-s (Kgs 78, 83 o.v.), en þau
ættu e.t.v. betur heima undir af en undir stofnorðunum (hönd, hálfá).
Dæmi (fjögur alls) um þolfall með fs. af (II. + acc. A. (loc. mobil.)\ ONP 1:62)
eru fengin úr ungum fombréfum (frá 15. öld). Slík framsetning hlýtur að vekja þá