Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 253
Ritdómar
251
spumingu hvort hún sé trúverðug, gefi raunsanna mynd af notkun forsetningarinnar
afí fomu máli. Ég tel að svo sé ekki; af stýrir hvorki þf. né ef. í fomu máli. Hér er því
um frávik að ræða. Sönnu nær hefði verið að tilgreina þf.-dæmin aftast undir samsvar-
andi þgf.-dæmum og sleppa ef.-dæmunum alveg undir forsetningunum; um afvegna
er best fjallað undir vegna eins og áður er nefnt (í sambandi við á vegná).
Sérstakt vandamál getur verið að greina á milli forsetninga sem gegna svipuðu
hlutverki, t.d. a/(hreyfing) og frá (stefna), t.d. segja af e-m og segja frá e-u. Ég fann
engin slík dæmi undir af í ONP enda era þau trúlega best skýrð undir viðkomandi
uppflettiorði (segja).
1.3 Forsetningin at
1.3.0 Almenn atriði
Við flokkun fs. at í ONP er lögð megináhersla á merkingarflokkun, jafnan á grund-
velli stofnorðs fremur en ferlis (hlutverks). Afleiðing þessa er sú að teflt er fram fjöl-
mörgum merkingarflokkum án þess að tengsl á milli þeirra séu skýrð. Til að varpa
nokkra ljósi á muninn á aðferðunum tveimur (merkingarleiðinni og hlutverksflokkun-
inni) skal í örstuttu máli vikið að flokkun forsemingarinnar að á grandvelli hlutverks.
Þá mætti gera ráð fyrir að forsetningin að gegndi þrenns konar hlutverki (sbr. lýsingu
á hlutverki fs. afi (18)):
(23) 1. staðarmerking - dvöl (í tíma/rúmi);
sitja að búi sínulsnœðingi', búa að e-u; að ósi skal á stemma; að svo stöddul
mœltu
2. staðarmerking - hreyfing (T' áttina að’); —> Q
e-n ber að garði; draga e-n/bátinn að landi; ganga í áttina að bœnum;
ganga að e-u
3. staðarmerking - hreyfing (‘eftir’); | —> |
víkingar fara ekki að lögum; að fornu fari; fara að ráðumlráði e-s
Hver flokkur skiptist síðan í undirflokka og merking er ýmist bein eða óbein. Forsetn-
■ngin að er að vísu býsna margslungin, einkum era undirflokkar fyrsta ferlisins (stað-
armerking - dvöl (í tíma/rúmi)) fjölmargir, en hlutverksflokkun virðist þó til þess fall-
in að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum og spyrða það saman sem saman á. Enn
fremur má benda á að ýmsar málbreytingar verða auðskildar á grandvelli hlutverks-
flokkunar, t.d. breytingin at > afí ýmsum orðasamböndum: Fangs er von atfrekum
úlfi (Reg, 13; Eyrb, 47.k.; Flat II, 215; ísl.s 176. k. o.v.) > Fangs er von affrekum úlfi
(Laxd, 19. k; FNI, 173). Hér er skýringin sú að skilningur eða túlkun dæmanna breyt-
ist, uppranaleg staðarmerking (‘hvar?’) er skilin sem hreyfing (‘hvaðan?’), þ.e.: at
(‘hvar?’) > a/(‘hvaðan?’). Sami munur kemur einnig fram með fjölmörgum sögnum
(nemallœralkaupa ... e-ð atlaf e-m).
Hlutverksflokkun er ekki lögð til grundvallar í ONP með þeim afleiðingum að
dæmi sem eru ólík að merkingu (og hlutverki) koma undir sama merkingarflokk, t.d.
I. + dat. A. (loc. mobil.) (ONP 1:657); 1 fara að e-m (vísar til hreyfingar eins og