Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 255
Ritdómar
253
Atviksorðið at hefur hér engin áhrif á orðmyndimar mannlmanna og væri eðlilegast
að tilgreina dæmið undir maðr, enda er um fast orðasamband að ræða: ekki að manna
< ekki manna að (að = ao.) og ekki að manni (að = fs.). Með þeim hætti yrði lýsing
orðasambandanna fyllri og á réttum stað. Orðmyndin manni (þgf.et.) í GKS 1008 fol.
tegnist hins vegar forsetningunni at.
Dæmi um II. + acc. B. (temp.) eru allmörg (10) og ótvíræð. Um er að ræða orða-
samböndin e-m er skaði að e-n\ taka arf að e-n\ að e-n liðinn\ að e-nfallinn og að
e-n brotttekinn (ONP 1:667). Hér er nauðsynlegt að skoða tengsl forsetninganna að
og eftir. í fyrsta lagi má benda á að forsetningamar að og eftir geta gegnt sama hlut-
verki, t.d.: klofna aðleftir endilöngu; fara aðleftir ráðum e-s og að þvi e-r best
veitleftir því sem e-r best veit. í öðm lagi er ljóst að í öllum áðumefndum orðasam-
böndum merkir að ‘eftir’ (með vísun til tíma) en í þeirri merkingu stýrir eftir alltaf
þolfalli. Hér er því trúlega um að ræða áhrifsbreytingu til samræmis við merkingu for-
setningarinnar eftir sem skilyrt er af því að forsetningamar eftir og að gátu fallið sam-
an merkingarlega. Sú mynd sem dregin er upp í ONP undir II. + acc. B. (temp.) er
því út af fyrir sig rétt en segja má að hún sé ófullnægjandi þar sem forsetningin að er
hér sem endranær skoðuð ein sér.
1.3.2 Einstök atriði um forsetninguna at
Á bls. 667 em í fjómm liðum tilgreind dæmi þess að at standi með eignarfalli (III. i
forb. med gen.\ ONP 1:667). Um þessi dæmi er svipað að segja og um dæmin um at
(að) með þf. — í öllum tilvikum er fallið óháð forsetningunni at. Hér skal einungis
litið á síðasta liðinn (leturbr. skv. ONP:667):
4 (betegnende beskaffenhed II indicating naturelcharacter) at manna for mand-
folk at regne, mandig (cf. Nygaard 1905 131) // to be counted as a man, mas-
culine
Þau dæmi sem tilgreind eru undir þessum lið hafa fornafn (ekki, nokkuð) sem stýrir
eignarfallinu (ekki manna, nokkuð manna) að viðbættu atviksorðinu at (e.t. v. er und-
anskilið því gjörðu/búnu), þ.e. svo:
(28) vera ekki/nokkuð manna at (því gjörðu) > vera ekki at manna (> vera ekki at
manni)
Það er því ljóst að atviksorðið at hefur engin áhrif á eignarfallsmyndina manna og því
er villandi að tilgreina orðasambandið at manna eins og gert er í ONP, þ.e. án þess
°rðs (fallvalds) er stýrir eignarfallsmyndinni manna. Hitt er svo annað mál að á síð-
ara málstigi verður þeirrar breytingar vart að atviksorðið at er túlkað sem forsetning
°g stýrir þá þágufalli, t.d.: sem Hrolfr kraki sem ekki at manni mátti heita (OH, 772
= Flat 11,219 (1387-1395)).
í ONP er föstum orðasamböndum jafnan gert hátt undir höfði, þ.e. þau eru til-
greind sérstaklega með leturbreytingum og er það mjög til bóta. Það kemur því á óvart
að ekki er getið orðasambanda á borð við þessi: