Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 257
Ritdómar
255
Þessi staðreynd er ein og sér svo mikilvæg að ástæða hefði verið til að halda slíkum
samböndum til haga og gera grein fyrir notkun þeirra (með notkunardæmum) á kerf-
isbundinn hátt. Það er ekki gert í ONP og því verða slík dæmi út undan, t. d. þessi:
(31) a. og börðust við liðið á skóginum aftur (Flat III, 410)
b. og börðust við liðið aftur á skóginum (Fris, 449)
Þessi dæmi (og fjölmörg önnur) sýna glöggt þá breytingu að eftirsett atviksorð er fært
fram fyrir forsetningu og myndar með því eina heild, á ... aftur > aftur á. Þann ágalla
ONP að gera ekki grein fyrir slíku má rekja til þess að um of er einblínt á merkingu
orðasambanda og einstakra orða í stað þess að taka tillit til hlutverks smáorðanna eða
hlutverksmerkingar, sem að mínu mati á að vera yfirskipað þegar fengist er við þau.
Eins og áður var nefnt er það þó einn af kostum ONP að föstum orðasamböndum
og ýmsum myndhverfum líkingum er jafnan haldið til haga og slík sambönd auð-
kennd með feitu letri. Samt sakna ég hér orðasambandanna taka orð sín aftur og
halda e-m aftur (> halda aftur afe-m). Hvor tveggja eiga sér fomar rætur:
(32) a. halda e-m aftur (fslhóm, 64v32) (‘halda aftur af’)
b. En langur vani foms átrúnaðar heldur mér aftur (ÓT I, 156)
c. tak eigi aftur orð þín (Þiðr I, 90)
d. Eigi munum vér nú þessi orð aftur taka (ÓT II, 208).
2. Lýsing nafnoröa og lýsingarorða
2.1 Um nafnorð og lýsingarorð almennt
Við lýsingu nafnorða er tilgreint kyn og innan homklofa er gerð grein fyrir þeim fall-
myndum sem fram koma í notkunardæmunum. Hér er því um að ræða mjög rækilega
°g skýra beygingarlýsingu til mikilla hagsbóta fyrir lesendur. Gerð er rækileg grein
fyrir notkun tákna, sviga og homklofa í sérstöku lykilbindi (Nógle II Key) sem fylgir.
I einstökum tilvikum gera ritstjórar athugasemdir við orðmyndir og/eða beygingar-
endingar og er það í flestum tilvikum rétt og vel rökstutt en þó ekki alltaf. Þannig segir
eftirfarandi um lo. ágripligr (ONP 1:186):
?ágripligr adj. (cf ógripligr adj.) ?altomfattende II ?al-encompassing:
(sands.fejl i teksten:)
Ósennilegt er að hér sé um villu að ræða, ágripligr merkir það sem er ‘áþreifanlegt’
°g vísar líkingin til er Tómas trúði ekkifyrr en hann tók á (Jóh 20, 25 o.v., sbr. Jón G.
Friðjónsson 1997:462).
í ONP er fylgt þeirri stefnu að farið er nákvæmlega eftir dæmunum. Þetta er vita-
skuld sjónarmið út af fyrir sig en eðlilegt hlýtur að teljast að hluti ritstjómarvinnunn-
ar sé að meta gildi einstakra dæma og almennt má telja að ekki sé öraggt að byggja
niðurstöður á einstökum dæmum. Þannig verður ekki séð að nauðsynlegt sé að gera
ráð fyrir endingarlausu eignarfalli af banadœgr (ONP 2:2) jafnvel þótt finna megi eitt