Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Síða 258
256
Ritdómar
slíkt dæmi sem lesbrigði. Að mínu viti væri sönnu nær að tilgreina uppflettimyndina
einungis sem banadœgr, -s en láta síðan notkunardæmin tala sínu máli. I öðrum til-
vikum er beygingarmynda sem fram koma í traustum dæmum ekki getið í beygingar-
lýsingu. Þetta á t.d. við um uppflettiorðiði bágur sem lítur svo út í flettunni (ONP
1:877): bágr sb.m. [; -ar]. f Bjamar sögu Hítdælakappa (14.k.) er að finna orðasam-
bandið/ór íbágar með þeim þar sem bágar (‘grein, ágreiningur’) virðist vera kvk.flt.
(af bág, -ar, -ar (?)). Dæmi þetta er vissulega tilgreint í ONP en vant er að sjá hvem-
ig orðmyndin bágar kemur heim og saman við bágur (eða bágr). Þá má líka nefna
það hér að karlkynsnafnorðið bági er ekki einungis kunnugt í merkingunni ‘andstæð-
ingur, andskoti’ heldur einnig í merkingunni ‘grein, ágreiningur’ (DI XIV, 366 (frá
1565), sbr. einnig Sturl II, 259; BH, 91; KG, 297). Með tilliti til þessa er engan veg-
inn augljóst að orðmyndin bága (sbr. fara í bága) sé þf.ft. eins og gert er ráð fyrir í
ONP — allt eins gæti verið um að ræða þf.et. (af bági) og sá skilningur kemur m.a.
fram hjá Bimi Halldórssyni (BH, 58). Hér er vísað til dæma úr síðari alda máli enda
tel ég að nauðsynlegt sé að taka tillit til síðari alda þróunar, ekki síst er álitamál koma
upp. Þótt ONP sé afmörkuð í tíma er ekki þar með sagt að ekki megi líta til síðari alda
dæma og málþróunar; ég tel þvert á móti að það sé oft og tíðum nauðsynlegt. Síðar
verður vikið nánar að þessu atriði.
2.2 Nánar um lýsingu nafnorða.
Við lýsingu nafnorða er þeim skipt í merkingarflokka eftir hefðbundnu sniði. Sem
dæmi má taka að framsetning nafnorðsins bak er með eftirfarandi hætti:
I. A. 1-3); B. i forb. med prœpJadv. á bak 1-9); á baki; binda á bak 1-2);
brjóta á bak 1-2); á bak ok fyrir; ganga á bak, hafa á baki (sér) ...; C. bak
(= adv.); D. bak (= præp.); II. (cogn.).
Skipting þessi virðist í stómm dráttum vera rétt. Annars vegar em dæmi þar sem bak
heldur orðfræðilegri merkingu sinni (I. A. 1-3) og hins vegar þar sem bak gegnir hlut-
verksmerkingu (fors./ao.; C, D). Undir hverjum lið er ríkulegt safn notkunardæma
sem stuðlar að því að lesandi fái trúverðuga mynd af notkun nafnorðsins bak. Það hef-
ur því ótvíræða kosti að skipta notkunardæmum eftir formi en einnig ókosti. I sumum
þeirra dæma sem tilgreind em undir forsetningum heldur bak orðfræðilegri merkingu
sinni og því gætu slík dæmi allt eins átt heima undir A.I. 1-3, t.d.: taka um allt bak
e-m (ONP 1:884); snúa baki við e-m (ONP 1:884) (einnig sammerk orðasambönd
með venda o.fl. sagnorðum); binda á bak (ONP 1:881) o.fl. Ég hefði reyndar kosið
að til gmndvallar skiptingunni væri lögð orðfræðileg merking andstætt hlutverks-
merkingu en hér er vissulega um álitamál að ræða. Þá fæ ég ekki séð rökin fyrir þvi
að gera ráð fyrir að bak geti staðið sem forsetning (D) en ekki hins vegar sambandið
á bak (ganga á bak orðum sínum) þar sem á bak virðist hafa hlutverk forsetningar
(‘eftir, á eftir’). Orðasambandið ganga á bak orðum sínum (ÓT II, 163; Flat I, 475
o.v.; > á bak orða sinna á 19. öld) er reyndar fyrir margra hluta sakir áhugavert en
það þarf að skilja og skýra í tengslum við samböndin ganga eigi með orðum sínum