Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 259
Ritdómar 257
(Pröv, 171) og standa með orði og eiði (Thom, 457). Hér hefði því verið gagnlegt að
vísa til andstæðna, líkt og Fritzner gerir oft.
Þegar alls er gætt virðist mér vel hafi tekist til við lýsingu nafnorðsins bak og það
á auðvitað við fjölmörg önnur nafnorð. T.d. er orðasambandið á tvist og bast ‘í allar
áttir’ skýrt á sannfærandi hátt undir uppflettiorðinu bast (ONP 2:78).
2.3 Skýringar
f ONP er mjög víða að finna nýjar skýringar við einstök orð og orðasambönd. í flest-
um tilvikum hefur tekist vel til um þetta efni, sjá t.d. undir berhögg (ONP 2:238) og
barnafœri (ONP 2:52). í nokkrum tilvikum eru skýringamar hins vegar hæpnar. Ég
skal nefna nokkur dæmi:
Um að aka höllu fyrir e-m segir á þessa leið (ONP 1:210):
aka höllu [fyrir e-m] komme til kort (over for ngn) (egtl.: k0re med hœldende
vogn; cf. halloki sb. m.) // be worsted (by sby) (lit.: drive with a lopsided cart;
cf. halloki sb. m.)
Skýringin trúlega röng. Líkingin vísar til þess er ok (á akneytum) er ekki í réttri stöðu,
það hallar á annað dráttardýrið, þ.e. aka höllu < aka (með) höllu oki, sbr. fara hall-
°ka; halloki er sá sem meiri þyngsl lenda á. Halldór Halldórsson skýrir þetta á þessa
leið (1991:194);
Orðtakið á rætur að rekja til þess, að okið átti til að hallast á annan uxann fyrir
eykinu, t.d. í þýfi eða við beygju
Skýring Halldórs er sannfærandi og reyndar í samræmi við skýringar Bjöms Halldórs-
sonar (BH). Ekki er mér kunnugt um neinar heimildir er bendi til „hallandi vagns“
enda ætti tilvist lo. halloka ein og sér að nægja til að renna stoðum undir tilgátu Hall-
dórs, en hennar er að engu getið í ONP.
Um að blístra í spor e-mle-s segir á þessa leið (ONP 2:468):
blístra í spor [e-m / e-rs] ?snuse i (ngns) spor, ?fl0jte efter (ngn) (o: „skyde en
hvidpind efter'j // ?snijfin (sby’s) tracks, ?whistle (for sby) in vain
Skýringar þessar em réttilega merktar með spumingarmerki í ONP enda harla ósenni-
'egar. Skýring Ólafs Halldórssonar virðist hins vegar trúverðug og í fullu samræmi
við dæmi þau sem tilgreind em í ONP. Um þetta segir hann í útgáfu sinni á Færey-
inga sögu (Fær, 122):
Blístrið mun hafa verið liður í galdri sem notaður hefur verið annað hvort til að
fmna spor manna, eða öllu heldur til að stöðva menn á flótta. Frá þessum galdri
er mnnið orðatiltæki sem kemur fyrir í Sverris sögu og Kormáks sögu: ‘að blístra
í spor’, þ.e. að leita manna eða veita þeim eftirför. Það munu vera leifar þessa
galdurs sem menn nota enn þann dag í dag, þegar þeir blístra að styggum hest-
um til að spekja þá.
Dæmið úr Kormáks sögu er í góðu samræmi við þetta: