Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Side 260
258 Ritdómar
(33) Narfi... kveðr Kormáki munu þykkja auðveldra at blístra í spor Steingerðar ok
gera farar sínar hrakligar en berjast við Bersa (Korm, 227)
Dæmið vísar þá til þess að Kormáki mun hafa þótt auðveldara að eltast við Steingerði
en berjast við Bessa.
Við orðatiltækið langt þiker þeim sem bidur buen (ONP 2:277) vantar merkingar-
skýringu sem sækja má til nútímamáls: Langt þykir þeim er búinn bíöur ‘Þeim, sem
er tilbúinn, þykir löng biðin (að bíða eftir öðrum)’, og hér er því um að ræða uppruna-
lega merkingu lh.þt. búinn ‘tilbúinn’.
Loks má nefna orðatiltækið akast í tauma (e-m), en það er skýrt svo (ONP 1:213):
„mislykkes (for ngn.), glippe // fail, „get tied up in knots““. Hér virðist eitthvað mál-
um blandið og ekki verður séð að skýringin „get tied up in knots“ fái staðist. Af sam-
hengi má sjá að merkingin er ‘bregðast’ rétt eins og í eldri og upprunalegri gerð orða-
tiltækisins e-ð gengur (e-m) lítt/ekki í tauma (Njála, 12.k.; Eir.s., 4. k.; Heil I, 50). I
eldri myndinni með ganga vísar líkingin til hests sem stígur í tauminn og yngra af-
brigðið með akast er dregið af því er vagnhjól lendir ofan á taumi dráttardýrsins. Þess-
ar skýringar er víða að finna, t.d. hjá Halldóri Halldórssyni (1991:478-79).
Eins og áður gat eru dæmi um nýjar og ágætar skýringar fjölmörg í ONP. Þanrug
ermerking málsháttarins Mikið skal til almœlis hafa skýrð svo (ONP 1:351); ‘der skal
meget til at komme i folkemunde ... // it takes some doing to get talked about... ’ og
virðist þessi skýring betri en skýring Kálunds: ‘kun vigtige ting bör göres til genstand
for almindelig omtale’ (Smást, 141). Annað dæmi um ágæta skýringu er að finna und-
ir uppflettiorðinu bandóðr (ONP 2:11).
3. Sagnorð
3.1 Lýsing sagnorða
Uppflettiorðin eru feitletruð og notuð er samræmd stafsetning. Síðan fylgja upplýs'
ingar um beygingu (vb. = veik beyging; sb. = sterk beyging) og innan homklofa eru
svo tilgreindar beygingarmyndir á grundvelli notkunardæma. Skipting hverrar flettu
er lagskipt. Fyrst eru sagnorð greind eftir formi í liði sem táknaðir eru með hástefl-
ingum (A, B, C ...) en síðan er hverjum lið skipt með arabískum tölustöfum (1, 2, 3,
...). Undir hverjum lið eru þættir er varða (algengustu) notkun tilgreindir innan horn-
klofa, t.d. aka [e-u / á e-u], auk þess sem notkunardæmin sjálf eru þannig valin að þau
sýna vel fjölbreytileika í notkun. Loks eru orðasambönd tilgreind með feitu letri.
Ekki verður betur séð en vel hafi tekist til um framsetning sagnorða og lýsingu
þeirra í ONP. Með kerfisbundinni framsetningu á beygingarþáttum, notkun og merk-
ingu er dregin upp mjög skýr mynd af sagnorðum í ONP. Notandi fær í einni sjón-
hendingu yfirlit yfir mikilvægustu þættina og framsetning ætti að auðvelda notendum
leit í verkinu. Þessu til staðfestingar mætti tilgreina fjölmörg dæmi, t.d. sagnirnar
brjóta og bresta og margar aðrar þar sem vel hefur tekist til en það er of viðurhluta-
mikið að fjalla um einstök sagnorð í smáatriðum. Til að draga fram helstu einkenm
sagnlýsingar í ONP skal litið á sögnina aka sem dæmi.