Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 261
Ritdómar
259
3.2 Lýsing sagnarinnar aka
Bálkinum (flettunni) um aka er skipt í fimm meginliði líkt og hér er sýnt (ONP
1:209-213):
A. 1 [e-u / á e-u]
2 [fyrir e-m]
3 [e-u/e-m / e-t/e-n] [á e-u]
4 [e-u]
B. aka + prœp.ladv.
[aka á bug [e-m]; aka bug á [e-n]; aka af, aka aptr, aka at [e-m]; ekr at [e-m];
ekr fram; ekr nær; aka ór gngum; aka saman [e-t /e-u]; aka undan; ekr upp
[e-u]; aka við [e-u]]
C. aka sér
D. akast
E. akast + prœp.ladv.
[akast á; akast í tauma [e-m]; akast undan]
Þessi skipting virðist gefa trúverðuga mynd af notkun sagnarinnar en þó má gera at-
hugasemdir við einstaka liði:
Algengt er (var) að nota aka með atviksorði eða aukafallslið, t. d. aka lengi, aka
áfram, aka veginn (acc.viae) o.s.frv. Slíkur liður er sambærilegur lið 1.
Ekki er augljóst að sögnin aka stýri þolfalli í öllum þeim dæmum sem tilgreind
eru undir lið A 3 [e-u/e-m / e-t/e-n]) (ONP 1:210). Þau dæmi sem þar eru tilgreind um
þolmynd (Þa var hann þaðan ekinn ...; sa hann at heim var ekit corni (vl. korn)) eru
ekki til vitnis um að sögnin aka stýri hér þf. Hér er um sérstakt fyrirbrigði að ræða.
Lh.þt. gat þegar í fomu máli glatað sagnmerkingu sinni og tekið upp lýsingarorðs-
nierkingu (og -hlutverk). Um þetta eru fjölmörg dæmi úr fomu máli og síðari alda
máli, t. d. þessi, tengd sögninni bjóða (sjá líka grein mína „Og komu þó fleiri en boðn-
n voru“ annars staðar í þessu hefti og tilvísanir þar):
(34)a. Kollur frá Lundi var boðinn til brúðkaupsins (Harð, 4. k.)
b. Var þat ok þvert í móti mínum vilja, at hann var hingat boðinn (IF XIII, 154)
b. ok koma þeir menn allir sem boðnir váru (Klm, 51)
c. þá vit erum boðnir (FN II, 319)
d. Jesús var einninn boðinn og hans lærisveinar (Jóh 2, 2 (OG))
e. Nær þú verður boðinn af nokkrum til brúðlaups (Lúk 14, 8 (OG))
Af þessum dæmum verður ekki dregin sú ályktun að sögnin bjóða stýri hér þolfalli og
af sömu ástæðu er ekki rétt að segja að sögnin aka stýri þolfalli í tilvitnuðum dæm-
um.13 Dæmin í ONP um notkun aka em athyglisverð en hér er ekki um að ræða orð-
13 í öðm bindi ONP (ONP 2:380) er sérstakur Iiður fyrir boðinn og þar er að finna
föst sambönd eins og boðinn og búinn. Ég sakna hins vegar dæma á borð við þau sem
hér var lýst.