Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 264
262
Ritdómar
urstaða fær annars vegar stoð af því að dæmi um *bann við e-m er ekki að finna í
fomu máli og hins vegar eru dæmi úr síðari alda máli og nútímamáli þessu til stað-
festingar þótt þau verði ekki rakin hér. — Loks má nefna að orðasambandið bann af
korni er allt annars eðlis en leggja bann fyrir e-ð og leggja bann við e-u og á því að
mínu mati tæpast heima í merkingarlýsingunni.
Undir sögninni biðja er tilgreint orðasambandið biðjafyrir e-n/e-mlvið e-n (ONP
2:286). Af notkunardæmunum má sjá að um er að ræða tvö ólík orðasambönd: biðja
(e-n) fyrir e-n ‘biðja e-n að gæta e-s, sjá til með e-m’ og biðja fyrir e-m ‘biðja til guðs
fyrir e-m’, þ.e. forsetningarliðimir fyrir e-n og fyrir e-m gegna hér mjög ólíku hlut-
verki. Af svipuðum toga er munurinn á samböndunum bjarga við e-ú og bjarga e-u
við (ONP 2:358) þar sem við stendur sem fs. í fyrra tilvikinu en sem ao. í því síðara,
sbr. enn fremur orðasamböndin birta e-n hlut fyrir (tímannfram) og birta e-n hlutfyr-
ir e-m sem réttilega er haldið aðskildum (ONP 2:330).
Undir sögninni berjask em spyrt saman ólík orðasambönd (ONP 2:243):
berjask 1) [fyrir e-t (sic) / fyrir e-m/e-u / til e-rs/e-s / um e-t] [e-u] [við e-n/e-t]
Notkunardæmin em æði sundurleit enda ólík um margt. Þannig er eitt að berjastfyr-
ir e-n (Stj, 286), annað að berjast fyrir e-u (Thom, 454) og í dæminu berzt hann þat
fyrir ath uinna riki þetta (Hect, 135; ONP 2:244) er um að ræða sögnina berast en
ekki berjast. Sagnasamböndin berjast um e-ð og berjast um hríð era naumast sam-
bærileg, né heldur berjast fyrir þá sök (orsök) og berjast fyrir e-u (málinu). Hér hefði
verið skýrara og umfram allt hefði það gefið gleggri mynd af notkuninni eða ólíkum
ferlum að tilgreina berjask fyrir sér, fjalla um slík sambönd sérstaklega eins og gert
er um berjask á, berjask í gegn, berjask með o.s.frv.
4. Niðurstaða.
ONP er metnaðarfullt verk og að baki því standa fagmenn sem kunna vel til verka.
Þessu til sönnunar skal þess getið prentvillur era fáar og sjaldan er vitnað rangt til
heimildar.
Það er vandasamt að meta jafn yfirgripsmikið verk og ONP vissulega er og hafa
ber í huga að umfjöllun af þessum toga hættir oft til að verða um of neikvæð — frem-
ur er staldrað við það sem telja má gagnrýnivert en það sem vel er gert. Ég hygg
reyndar að umfjöllun mín hér að framan sé þessu marki brennd og því vil ég taka skýrt
fram og leggja á það áherslu að ég tel að kostir ONP vegi mun þyngra en ágallarnir.
Það liggur reyndar í hlutarins eðli að í jafn umfangsmiklu og metnaðarfullu verki og
ONP getur ekki farið hjá því að sumir þættir séu veikari en aðrir, en mestu máli skipt-
ir vitaskuld hvemig tekist hefur til við verkið í heild sinni. Skal nú leitast við að draga
saman helstu kosti og ágalla verksins og fyrst vikið að kostunum.
Helsti kostur ONP er sá að þar er að finna ríkulegt dæmasafn. Þótt deila megi um
skiptingu þess í flokka má ætla að þar sé að finna besta sýnishom úr óbundnu máh
sem völ er á. Ef borin era saman samsvarandi uppflettiorð í ONP og öðram ritum, t- d-
orðabók Fritzners, kemur glöggt í ljós að dæmasafnið í ONP er miklu betra og meira