Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 265
Ritdómar
263
að vöxtum en í nokkru öðru uppflettiriti. Þá er það er mikill kostur að í ONP eru dæm-
in tilgreind nákvæmlega eftir stafréttum útgáfum, hvorki er ritháttur samræmdur né
orðmyndum breytt, og þar er að finna fjölmörg lesbrigði (afbrigði) sem eru til þess
fallin að auka skilning á breytingum og þróun íslensks máls. Þannig er fræðimönnum
og öllum þeim sem fást við athuganir eða rannsóknir fenginn mikill efniviður til að
vinna úr. Enn fremur virðast mér merkingarskýringar og merkingarskilgreiningar ná-
kvæmari í ONP en í öðrum sambærilegum verkum og þær ásamt notkunardæmum
ættu að auðvelda mjög lestur og skilning íslenskra fomnta. Þá er það einnig mikill
kostur, og reyndar einstakt fyrir ONP, að vísað er rækilega til rita þar sem fjallað er
um þau orð sem um ræðir.
Það má telja eitt helsta einkenni ONP að ritstjóramir em trúir heimildum sfnum, leit-
ast er við að taka með öll dæmi hvort sem þau falla vel eða illa að því málkerfi sem lýst
er í handbókum um fomíslensku. Það er þó galli að oft er ekki tekin afstaða til slíkra
dæma, þau em einfaldlega tekin með og þannig geta örfá eða jafnvel einstök dæmi
niyndað notkunarflokk sem gert er jafh hátt undir höfði og stómm og opnum flokkum.
Að mínu mati er það mikilvægur þáttur í ritstjómarvinnu að vega og meta gildi einstakra
dæma og stakdæma og skipa þeim í samræmi við málkerfið, orðabók yfir fommálið ætti
að vera lýsandi jafhframt því sem hún á að vera tæmandi eftir því sem kostur er.
Einn helsti veikleiki ONP felst að mínu mati í því að kappkostað er að ná til allra
gerða orða og orðasambanda og öllum em gerð svipuð skil án tillits til þess hvort um
er að ræða meginreglu eða frávik frá henni. Þá tel ég að ekki hafi tekist vel til um lýs-
ingu forsetninga. Of mikil áhersla er lögð á hverja og eina forsetningu án þess að gætt
sé að kerfinu, hugað sé að samhengi við aðrar forsetningar, og megináhersla er lögð
á flokkun eftir orðfræðilegri merkingu á kostnað hlutverksmerkingar.
Að lokum er rétt að fram komi að þeir sem standa að ONP vrnna eftir mjög þröngri
verkáætlun. Þeim er gert að skila tilteknum blaðsíðufjölda með nokkurra mánaða milli-
bili og fullgerðum bindum á tveggja til þriggja ára fresti. Nú er það auðvitað svo að
ákveðin verkstjóm og aðhald hlýtur að teljast eðlileg, en ef ramminn er of knappur er
augljóst að lítið sem ekkert svigrúm gefst til að huga að mötgu því sem krefst rann-
sókna og æskilegt væri að finna í verki af þessari gerð. Ég hygg að margt af því sem
ég hef fundið að megi einmitt rekja til þess að ritstjóramir höfðu ekki nægilegt svig-
rúm, höfðu ekki tíma til að huga eins vel að einstökum atriðum og þeir hefðu kosið.
Það er harður skóli að ritstýra jafn viðamikilli orðabók og ONP. Mér virðist enda
augljóst að annað bindi verksins sé að mörgu leyti betur unnið og traustara en fyrsta
bindið. M. a. vegna þessa er það tilhlökkunarefni að fá þriðja bindið í hendur.
SKAMMSTAFANIR OG HEIMILDIR
Alex Alexanders saga. Islandsk oversættelse ved Brandr Jónsson (biskop til
Holar 1263-64). Útg. Finnur Jónsson. Nordisk forlag, Kaupmannahöfn,
1925.
AM81a Det Arnamagnœanske Hándskrift 81 a Fol. (Skálholtsbók yngsta.) Inne-