Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Side 271
Ritdómar
269
F0roysk orðabók. Ritstjóm: Jóhan Hendrik W. Poulsen (aðalritstjóri), Marjun
Simonsen, Jógvan í Lon Jacobsen, Anfinnur Johansen og Zakaris Svabo Hansen.
Verkstjóri: Petur Zachariassen. Forritari og tæknimaður: Heini Justinussen.
Myndir: Bárður Jákupsson. Fproya Fróðskaparfelag, 1998. 1596 bls. í tveimur
bindum (innbundin; auk þess fáanleg í einu bindi sem pappírskilja (1483 bls.) og
á geisladiski).
1. Inngangur
Mikil gróska hefur verið í færeysku orðabókarstarfi undanfarin ár; komið hafa út
nokkrar bækur og margir orðalistar, þar á meðal tvær dansk-færeyskar orðabækur (Jó-
hannes av Skarði 1995, Anfinnur í Skála o.fl. 1998) og samheitaorðabók (Henning
Thomsen 2000), en á fáum árum þar á undan komu út tvær ensk-færeyskar orðabæk-
ur (Jóhannes av Skarði 1984, Anfinnur í Skála o.fl. 1993), færeysk-ensk orðabók
(Young og Clewer 1985) og færeysk-norsk orðabók (Lehmann 1987). Tvær þessara
bóka tilheyra ekki færeysku orðabókarstarfi en sýna samt sem áður aukinn áhuga utan
Færeyja á færeysku máli. Kórónan á þessu starfi er þó móðurmálsorðabókin eða fær-
eysk-færeysk orðabók sem kom út 1998 á vegum Fróðskaparfélagsins í Þórshöfn.
Samkvæmt formála verksins (bls. 8), sem Jóhan Hendrik W. Poulsen skrifar, er ís-
lensk orðabók handa skólum og almenningi (2. útg. 1983, hér eftir ÍO) m.a. fyrir-
myndin að þessu verki. Hér er um stóra orðabók að ræða, alls um 65000 uppflettiorð,
og afar metnaðarfullt verk. Þar sem þetta er fyrsta færeysk-færeyska orðabókin, eða
„einsmálsorðabókin", er eðlilegt að staldrað sé við og spurt hvemig til hafi tekist, en
jafnframt er fyllilega eðlilegt að sitthvað finnist sem þykir gagnrýnivert þar sem bæk-
ur af þessu tagi stökkva sjaldnast alskapaðar úr höfði höfunda sinna. En þótt eitthvað
finnist athugavert verður að virða viljann fyrir verkið af sömu ástæðu. Hér á eftir
verður fjallað um þessa orðabók frá ýmsum hliðum en best er að taka strax fram að
þar sem færeyska er ekki móðurmál mitt — og ég les ekki texta á færeysku svo oft að
ég grípi til orðabókarinnar á hverjum degi — hlýtur umfjöllunin að vera fremur um
skipulag bókarinnar og notkunarmöguleika en merkingu einstakra orða.
Fóroysk orðabók verður hér eftir skammstöfuð FO. Hér er um að ræða verk sem
er fáanlegt í tveimur bindum, bundnum inn í hörð spjöld, í kilju í litlu broti (í einu
bindi sem er of þykkt miðað um stærð brotsins), á geisladiski („telduflpgu") og var
þar að auki verið aðgengilegt á Netinu um hríð.
2. Umfang og eðli
Eins og áður sagði eru í bókinni um 65000 „leitorð" (bls. 9, aftan á kápu stendur
65700), sem merkir að hún er ekki eins orðmörg og 2. útgáfa ÍO, sem er u.þ.b. 85000
„feitletruð uppflettiorð" (ÍO:ix), þótt sú færeyska sé u.þ.b. 200 bls. lengri. Hér er um
verk að ræða sem hófst fyrir mörgum árum er Christian Matras hóf að safna í orða-
bók; Jóhan Hendrik W. Poulsen tók svo við verkinu af honum og var óþreytandi við
ísienskt mái 24 (2002), 269-76. © 2003 íslenska málfrœðiféiagið, Reykjavík.