Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 272
270
Ritdómar
að bæta við seðlasafn Christians;1 m.a. var hann með útvarpsþætti í Útvarpi Fproya í
nokkur ár (bls. 8), sambærilega við þáttinn íslenskt mál í Ríkisútvarpinu. Síðar komu
fleiri að verkinu, svo að síðustu árin var um að ræða markvissa ritstjómarvinnu.
FO byggir ekki á neinni innlendri hefð því að hún er fyrsta færeyska „einsmáls-
orðabókiri' eða skýringaorðabókin sem stendur undir því nafni; áður hafði reyndar
komið út F0roysk málspilla og málrpkt — Ófproysk-fproysk orðabók (Jógvan við
Ánna 1987), en hún flokkast ekki undir að vera almenn orðabók í venjulegum skiln-
ingi þess orðs. Auk þess hafði A.C. Evensen (1905-09) gefið út fyrsta hluta færeyskr-
ar orðabókar í heftum í upphafi síðustu aldar, en það kom aldrei meira út en bók-
stafimir a-f, samtals 160 bls. (til samanburðar má geta þess að bókstafimir a-f ná yfir
309 bls. í FO). Fyrri færeyskar orðabækur eru annars allar „tveggjamálaorðabækur“,
eða þýðingaorðabækur, þar sem uppflettiorðin eru á færeysku en skýringamar á
öðm tungumáli, eða öfugt (sjá skrá bls. 1481-1483). í formála FO (bls. 7) kemur ein-
nig fram að aðalheimild um færeysk orð fram að þessu hafi verið F0roysk-donsk
orðabók (Jacobsen og Matras 1961, 1974), sem er samtals um 45000 uppflettiorð.
Óneitanlega vaknar þá sá gmnur að FO sé þýðingaorðabók að stofni til eins og IO (sjá
Jón Hilmar Jónsson 1985:189).
Um mun þýðingaorðabóka og skýringaorðabóka segir Jón Hilmar Jónsson
(1985:188-189);
Þegar um er að ræða þýðingu úr einu máli á annað (þýðingaorðabók) varðar
mestu að hægt sé að koma skýringunni til skila með hnitmiðaðri þýðingu svo að
kappkostað er að frnna skýringarorð sem fellur beint að vísun og merkingu upp-
flettiorðsins. Þegar skýringamar em á sama máli og uppflettiorðin (skýringa-
orðabók) er þessu á annan veg háttað. Þar krefst gerð skýringagreina miklu
fremur nákvæmra útskýringa og ekki síður innbyrðis samkvæmni í meðferð þess
orðaforða sem beitt er í skýringunum. Þessi munur setur mark sitt á alla efnis-
skipan, sundurliðun orðbálkanna, merkingaskil o.þ.h.
Meðal þess sem Jón telur að einkenni þýðingaorðabók er áhersla á merkingarþátt orða
umfram málkerfislega þætti, svo sem setningarleg einkenni. En í alhliða skýringa-
orðabókum um lifandi tungumál (1985:189):
er mikils um vert að byggt sé á traustum og fjölbreytilegum efniviði þar sem ein-
kenni orðanna koma fram. Nauðsynlegt er að geta gengið að beinum notkunar-
dæmum og öðrum heimildum um orðanotkunina til þess að lýsingin fái áþreif-
anlega viðmiðun, og gagnlegt er að birta notkunardæmi í einhverjum mæli svo
að lesandi eigi hægara með að átta sig á hegðan orðanna.
1 Tvívegis varð ég vitni að því að Jóhan Hendrik tók kompu upp úr vasa sínum
og skráði hjá sér orð sem hann heyrði einhvem mann nota á fömum vegi, vegna þess
að hann mundi ekki eftir að hafa heyrt það fyrr eða var ekki viss um að hafa áður heyrt
mann úr ákveðinni byggð nota það eða var ekki viss um að það væri skráð í seðlasafn
orðabókarinnar.