Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 274
272
Ritdómar
Hver orðbálkur er byggður upp á hefðbundinn hátt. Fyrst er sýnd beyging orða,
við nafnorð er getið eignarfalls eintölu og nefnifalls fleirtölu („dunkur -s -ar ...“), við
mörg veik sagnorð er getið þátíðarendingar („kalla -aði...“), en við sterk sagnorð og
veik sagnorð sem eru með hljóðavíxl í stofni (t.d. berja) eru sýndar kennimyndir og
3. persóna eintölu í nútíð („fara fer fór fóru farið ...“); að auki er óregluleg beyging
sýnd („eg meg mær mínflt vit ...“). Því næst er getið orðflokks og jafnframt vísað
með tölustaf í beygingardæmin aftast í bókinni eins og algengt er í þýðingaorðabók-
um.
Framburðar er ekki oft getið — reglan er sú að framburður er hljóðritaður ef um
er að ræða frávik ffá venjulegur hljóðreglum, sama gildir um áherslu (bls. 14—15). I
FO er haldið er fast í þá færeysku hefð að framburður íbúa Suður-Straumeyjar (þar á
meðal Þórshafnar) er einhvers konar staðall (nema hvað varðar framburð áherslulít-
illa sérhljóða; bls. 14, sbr. Bames 1999:35).
Því næst koma skýringar, samheiti og notkunardæmi. Sumar skýringamar em
stuttaralegar og í raun og vem aðeins tilvísun á annað orð algengara, sbr. þetta dæmi
(skýringar mínar innan homklofa);
eggjarmaður LAl (bjarg.) athyggingarmaður
[bjarg. merkir ‘bjargamál’ og við orðflokksmerkinguna er bent á (með
skammstöfuninni LAi að orðið sé karlkyn og beygist eins og maður (beyging-
ardæmi 41 um karlkynsnafnorð í málfræðinni)]
Til fróðleiks skulu hér sýndar fáeinar aðrar stuttar merkingarskýringar:
eggjamjólk kv2e (mjólk.) mjólk við eggjum rprdum útí
[mjólk. = ‘mjólkurmatur’, orðið er kvenkyns og beygist eins og bygd (beyg-
ingardæmi 2 í kvenkynsorðum) en aðeins í eintölu (e)]
eggjandi1 / ób spennandi, avbjóðandi, hesi ~ orðini rinu á honum (gjprdu hon-
um mun)
[/ = Týsingarorð’, ób = ‘óbendandi, óbent’]
eggjandi2 hj (sj.) í osb. ~ mettur eggmettur
[hj = ‘hjáorð’, sj. = ‘sjáldsamt’, osb. = ‘orðasamband’]
Við algengari orð er orðbálkurinn að sjálfsögðu mun viðameiri og merkingarskýring-
ar í mörgum liðum. Sem dæmi má nefna so. fara sem nær yfir tæplega þrjá og hálfan
dálk. Fyrst eru skýringar í sjö liðum um notkun sagnarinnar, tölumerktar og sumar
undirmerkingar einnig tölumerktar. Því næst koma 27 dæmi um so. með forsetning-
um eða atviksorðum og eru allt að fjórar undirmerkingar í sumum tilvikum og tölu-
merktar ef þær eru fleiri en ein. Síðan kemur miðmyndin farast og dæmi um mið-
myndina með fs. og ao. Því næst er lýsingarháttur nútíðar og að lokum lýsingarháttur
þátíðar (sbr. leiðbeiningar bls. 16). í þessu tilviki er merking miðmyndarinnar veru-
lega frábrugðin því sem ætla mætti út frá merkingu germyndarinnar (eins og í ís-
lensku) og þess vegna er álitamál hvort miðmyndin eigi að vera undir germyndinni