Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Qupperneq 275
Ritdómar
273
eða sjálfstæð fletta. Sum sagnorð taka meira pláss, svo sem leggja sem nær yfir tæp-
lega sex dálka og taka sem tekur yfir hér um bil sex og hálfa blaðsíðu (13 dálka).
Sagnimar/ora, leggja og taka eru allar hafðar með sem dæmi um beygingar sagn-
orða (bls. 1435-1436) en þar eru ekki taldar upp fleiri beygingarmyndir en þær sem
þegar koma fram í orðbálkinum, nema hvað lýsingarháttur þátíðar er ekki sýndur
fremst í orðbálkinum (sagnbótin er þar hins vegar), en farin kemur fram aftast í orð-
bálkinum, sem og tikin, þ.e. merking orðmyndarinnar er skýrð, en lagdw er ekki með
leggja (hins vegar lagstur). Lagdur og tikin eru sjálfstæðar flettur en þar er engin
skýring, aðeins vísað í leggja og taka\ farin er hins vegar ekki sjálfstæð fletta.
4. Orðaval og málstefna
í formála segir svo (bls. 9):
Um orðaúrvalið er at siga, at í stórum dráttum hevur meginreglan verið sum í
fyrri orðabókum at geva upprunafproyskum arvorðum, rótfestum tðkuorðum og
nýsmíði á heimligum stpði fyrsta rættin, men í stprri mun enn áður er rúmd givin
altjóðaorðum og orðum úr talaðum máli við rót í útlendskum. Hesi seinnu eru
vanliga markað (tlm.), t.e. „talað mál“. Flest teirra hava tílíkt stflvirði, at ikki er
mælandi til at nýta tey í vandaðum máli.
Skýrt málræktar- eða málvemdarsjónarmið kemur fram í þessum orðum, en að mínu
mati er stefnan fremur hófsöm. En einstigið milli lýsandi og kennandi orðabókar er
vandratað (sbr. Bames 1999:35) og það hafa höfundar FO fengið að reyna því að
harðasta gagnrýnin á FO sem ég hef séð er einmitt gagnrýni á orðavalið, þ.e. hvað var
tekið með og hvað var skilið út undan. Meðal þess sem Johnny Thomsen (1998:29)
gagnrýnir er að ritstjóm flökti á milli þess að taka með aðskeyti af erlendum uppruna,
svo sem an-, be-, -heit og -ilsi. an- er ekki sjálfstæð fletta, en hin em það: -heit merkt
sem tlm. (‘talmál’), -ilsi sagt sérstaklega í tlm. og be- er „herðingarveikt forfesti í
tpkuorðum serstjakliga] í talumáli". Johnny Thomsen (1998:30-35) segist einnig
sakna orða t.d. herligur sem kemur fyrir í kvæði eftir Rasmus Efferspe; hann segir að
ástæðan geti varla verið sú að orðið er erlent að uppmna því að deiligur er í orðabók-
inni. Samt sem áður finnur Johnny Thomsen að því að mörg alþjóðleg orð vanti og
einnig algeng tökuorð, en erfitt sé að finna nokkra reglu á því, sbr. það að klaver er í
bókinni en ekki flygil, professari en ekki navigatprur og mikrofon en ekki mikroskop;
enn fremur vanti orð eins og jeans og cowboybuksur (hann segist einnig hafa leitað
að kowboybuksur og neytadreingjabrpkur!). í framhaldi af þessu segir Johnny Thom-
sen (1998:33):
Sæð frá einum puristiskum sjónarmiði hevði tað verið púra logiskt og væl skilj-
andi ikki at tikið slík orð av fremmandum uppmna við. Men orðabókin fylgir ikki
nakrari konsekventari puristiskari linju her. Tvprturímóti. Millum tey orð, sum em
við í orðabókini úr gerandisdegnum, er ein hópur av fremmandum uppmna. ...
Men ikki er altíð líka lætt at skilja úrvalið.