Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Síða 276
274
Ritdómar
Og að lokum segir Johnny Thomsen (1998:36):
Samanbera vit úrvalið av leitorðum í hesi orðabók við ta f0roysku-donsku eftir
M. A. Jacobsen og Chr. Matras [1961], so er ein djúp gjógv ímillum tær. Hon er
eins og orðabpkurnar hjá Anfinni í Skála o.0. [1993, 1998] og Hjalmari P. Peter-
sen [Jóhannes av Skarði 1995] eitt brot við ta f0roysku orðabókartraditión, sum
vit kenna ...
Men hin vegin er hon ikki blivin ein orðabók, sum gevur eina fullfíggjaða lýs-
ing av nútímans fproyskum, soleiðis sum tað er. Hon er ikki ein deskriptiv orðabók.
Urvalið av orðum er ikki serliga konsekvent. Tað tykist ikki, sum ritstjómin
hevur nakra heilt greiða linju, og ofta tykist, sum orðabókin er ein neyðsemja
millum fleiri meira ella minni ósambærilig sjónarmið.
Johnny Thomsen hefur efalítið margt til síns máls þegar hann bendir á að ritstjómar-
menn hafi sennilega þurft að sætta andstæð sjónarmið og orðaforðinn beri þess nokk-
ur merki. Hér er með öðmm orðum um að ræða að sætta þau sjónarmið hvort orða-
bókin eigi að vera lýsandi og kennandi. En á hinn bóginn er þetta brautryðjendaverk
í færeyskri orðabókargerð og alls ekki hægt að krefjast þess að ritstjóm hafi tekist að
gera öllum til hæfis í fyrstu tilraun. Michael Bames (1999:35) segir hins vegar að rit-
stjóm FO „halli móti tí preskriptiva arbeiðslagnum“.
Michael Bames (1999:36) segir einnig að FO virki eins og fomyrðageymsla jafn-
framt því sem reynt sé að mæta öðmm þörfum og má til sanns vegar færa að mikið er
af gömlum orðum sem sennilega em lítið notuð í nútímasamfélagi, þ.e.a.s. orð sem
notuð vora þegar atvinnuhættir vora allt aðrir, svo sem orð varðandi bjargsig og sjó-
sókn á opnum bátum. Mér finnst þessi þáttur samt alls ekki vera til baga, eðlilegt er
að færeysk orðabók geri einnig grein fyrir sögulegum orðaforða því að það kemur oft
fyrir að notendur rekast á orð í gömlum texta sem þeir koma ekki vel fyrir sig eða
kannast ekki við og þá er eðlilegt að orðabók af þessu tagi veiti mönnum svör.
5. Málsnið, hljóðritun o.fl.
Johnny Thomsen (1998:32-33, 2000) gagnrýnir einnig hvemig höfundar FO merkja
málsnið. Hann segir að 478 orð eða 0,7% af flettum orðabókarinnar sé merkt sem tlm.
(‘talmál’) og gagnrýnir að þar sé blandað saman hlutlausum tökuorðum eins og for-
standa, sem er sjaldnast notað í ritmáli vegna þess að það er tökuorð, og arforðum
sem hafa fengið nýja merkingu sem þykir ekki „góð“ eins og smalur í merkingunni
‘býttur’ (í FO er orðið býttur reyndar ekki notað í merkingarskýringunni við smalur
heldur „fávitskutur, býttligur, trongskygdur, toppasmalur"). Johnny Thomsen (2000)
nefnir fleiri dæmi af þessu tagi í sérstakri grein um talmál og talmálsmerkingar í FO.
Hér verður tekið undir með Johnny Thomsen að heppilegra hefði verið að halda
hlutlausum tökuorðum aðgreindum frá slangri og slettum, jafnvel þótt stflvirði þeirra
sé þannig að þau séu síður notuð í ritmáli og þá varla heldur í hátíðlegu talmáli.
Málvemdarsjónarmið koma einnig fram í því að sagnorðið dáma sem er eitt af
þeim tiltölulega fáu ópersónulegu sagnorðum sem eftir er í færeysku (í „viðurkenndu"