Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 277
Ritdómar
275
máli) er aðeins sagt koma fyrir ópersónulegt (mœr dámar) en ekki persónulegt (eg
dámi og tað dámar mœr) (sbr. Bames 1999:35).
Johnny Thomsen og Michael Bames gagnrýna báðir hljóðritun í FO. Bames
(1999:35) segir að leiðbeiningin um framburð sé „ógviliga normativ“ og að talað sé
um ,^éttan“ og „rangan“ framburð. Johnny Thomsen (1998:27) gagnrýnir einnig
hvemig er tekið á upplýsingum um framburð orða og bendir á að í FO sé ekki minnst
á að til sé hljóðið [y:] sem kemur fyrir í tökuorðum eins og typiskur, en í FO er orð-
ið stafsett með ‘ý’ (týpiskur) sem veldur því að framburðurinn verður allt annar en al-
gengast er meðal Færeyinga, þ.e. [ui:] en ekki [y:]. Johnny Thomsen rekur fleiri
dæmi af þessu tagi (1998:27-28).
6. Frágangur
Ekki verður séð annað en að frágangur sé til fyrirmyndar í flestum tilvikum. Á þriðja
hundrað skýringarmynda eftir Bárð Jákupsson gera mikið gagn, auk þess sem þær em
vel gerðar. Michael Bames gagnrýnir þó harðlega rúnateikningar Bárðar og segir að í
þeim ægi öllu saman (1999:8); vissulega er það rétt hjá Bames en ég held að sökin
hljóti að liggja hjá einhverjum öðmm en listamanninum.
Ég er ekki svo sleipur í færeyskri stafsetningu að ég hafi lagt í að leita að prent-
villum en samt sem áður rakst ég á nokkur dæmi um ósamræmi: Á bls. 1441 hefur
gleymst að feitletra tölumar 36-39 í beygingardæmum um lýsingarorð og lýsingarhátt
þátíðar. í bókinni er karlkyn skammstafað k nema í beygingardæmunum um sagnorð,
þar er það skammstafað kk (bls. 1435-1437). Skammstafanaskráin innan á fremra
kápuspjaldi er ekki í stafrófsröð að öllu leyti (hást á að vera á milli háð. og heimsp.
en ekki á eftir hvsf. Og ekki er vísað í beygingardæmi sagnorða við so.fáa.
Fproysk orðabók er gott verk þrátt fyrir þær aðfinnslur sem hér hafa verið týndar
til frá mér og öðram og á ritstjómin þakkir skildar fyrir að hafa lyft grettistaki. Eins
og ég sagði í upphafi er fyllilega eðlilegt að sitthvað finnist sem þykir gagnrýnivert í
ffumsmíð af þessu tagi. Þeir ágallar sem em á FO verða seint taldir bókinni til hnjóðs,
en verða vonandi útgefendum hvatning til að endurskoða bókina eftir hæfilegan tíma
og gefa út að nýju.
HEIMILDIR
við Ánna, Jógvan. 1987. Fproysk málspilla og málipkt. 0f0roysk-f0roy.sk orðabók. 2.
útgáva. Þórshöfn.
Bames, Michael P. 1999. Fóroysk orðabók. Marius [Staksberg] týddi úr enskum.
Málting 25:34-38.
IO = Islensk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri: Ámi Böðvarsson. Önn-
ur útgáfa, aukin og bætt. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 1985. [1. útg.
1963.]
Jacobsen, M.A. & Chr. Matras. 1961. F'proysk-donsk orðabók. Færpsk-dansk ordbog.